
Rannsóknarskýrsla Alþingis

Risna bankans áttfaldaðist á fjórum árum
Kostnaður við ýmiss konar risnu, boðsferðir, veisluhöld og veiði, var margfalt hærri í Landsbankanum þegar mest var en í hinum stóru bönkunum. Árið 2007, þegar lengst var gengið í slíkum kostnaði, varði Landsbankinn 751 milljón í risnu, Glitnir 336 milljónum og Kaupþing 200 milljónum.

FME mannað af krökkum án reynslu
Reynsluleysi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins hafði mikil áhrif á samskipti stofnunarinnar við fjármálafyrirtæki. Eftirlitinu hélst ekki á fólki vegna hærri launa annars staðar. Bankarnir keyptu til sín bestu bitana og litu á Fjármálaeftirlitið sem óvin.

Gervimenn fengu 5,5 milljarða arð
Gervimaður í útlöndum virðist aðsópsmikill eignamaður í íslensku viðskiptalífi, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Efndir kosningaloforða reyndust verstu hagstjórnamistökin
Tekjuskattur einstaklinga í staðgreiðslu var lækkaður um eina prósentu hvert ár 2005, 2006 og 2007, en þar til haustið 2006 hafði verið stefnt að lækkun um tvær prósentur 2007.

Aðhald ríkisins var of lítið í uppsveiflunni
Þótt töluvert hafi dregið úr skuldum ríkissjóðs á árunum 1995 til 2005 í hlutfalli við verga landsframleiðslu þá lækkuðu þær ekki mikið að nafnvirði. Árið 1998 voru heildarskuldir ríkissjóðs 381 milljarður krónur en 2001 höfðu þær aukist í 491 milljarð krónur. Þetta er meðal annars það sem kemur fram í sjöunda bindi rannsóknarskýrslunnar og snýr að hagstjórn ríkisstjórnarinnar frá 1995 til 2005.

Kaupþing sýslaði grimmt með gjaldeyrinn rétt fyrir hrun
Á þriggja mánaða tímabili, ári fyrir hrunið, keyptu fimm fyrirtæki alls 1,4 milljarða evra í framvirkum samningum af Kaupþingi. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að þessi gjaldeyrisviðskipti kunni að falla undir markaðsmisnotkun og hefur vísað málinu til sérstaks saksóknara.

Regluverðir kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál
Fjármálaráðuneytið hunsaði kvartanir regluvarða sem störfuðu innan bankanna. Þeir voru kallaðir á teppið ef þeir vildu gaumgæfa mál. Regluverðir sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki til að ræða störf sín innan bankanna en sögðu skýrslu rannsóknarefndarinnar draga upp rétta mynd af upplifun sinni.

Hvað er það sem seðlabankinn gerði rangt?
Davíð Oddsson seðlabankastjóri lét vera að grípa til ráðstafana eftir að hann fékk upplýsingar frá innanbúðarmanni úr einum viðskiptabankanna um óeðlilegar risaskuldir tengdra aðila í bönkunum. Rannsóknarnefndin átelur Seðlabankann harðlega fyrir að hafa ekki brugðist við rökstuddum grun um kerfisáhættu.

Breskir fjölmiðlar vilja líka rannsóknarnefnd
Breskir fjölmiðlar segja að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verði til þess þrýstingur aukist á bresk stjórnvöld að gera svipaða skýrslu.

Vaxtaákvarðanir Seðabankans fyrir hrun byggðar á óskhyggju
Hagstjórnin síðustu fjögur árin fyrir hrun átti mikinn þátt í því að ýkja efnhagslegt ójafnvægi sem síðar leiddi til bankahrunsins. Svo virðist sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafi á tímabili byggst á óskhyggju um framvindu efnhagsmála frekar en staðreyndum.

Atli Gísla um ráðherraábyrgð: Verðum að stíga varlega til jarðar
Atli Gíslason, þingmaður VG, segir að Alþingi verði að stíga varlega til jarðar þegar kemur að ákvörðun um hvort að lagðar verði fram ákærur á hendur þeim þremur fyrrverandi ráðherrum sem rannsóknarnefnd Alþingis segir að sýnt hafi vanrækslu í störfum sínum. Atli er formaður þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Blöskrar siðleysið í bönkunum
„Það er þetta siðleysi í bönkunum sem manni blöskrar. Og hvað menn gengu langt, hvað sumir misstu sig í græðgi,“ segir Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Veit ekki hvað varð um lúxussnekkjuna Maríu
Magnús Guðmundsson, starfsmaður Kaupþings í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli.

„Þú færð nú bara hjartaslag ef þú kemur heim“
Björgólfur Guðmundsson, þáverandi stjórnarformaður Landsbankans, var staddur erlendis í lok september 2008, einungis fáeinum dögum áður en Landsbankinn var þjóðnýttur. Þegar að hann fékk fréttir af því hvers kyns ósköp dundu á íslenska bankakerfinu var hann um leið beðinn um að vera ekkert að koma heim. Hann gæti fengið fyrir hjartað. Þetta kemur fram í vitnisburði hans til Rannsóknarnefndar Alþingis.

Þingmenn ræða um skýrsluna
Umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hófst Alþingi í dag. Áður en hún hófst gerðu þingmenn Hreyfingarinnar athugasemdir við dagskránna. Ógerlegt væri fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar sem kom út í gær nægilega vel til að geta tekið þátt í umræðunum.

Vísaforstjóri kannast ekki við fullyrðingar Davíðs
Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun.

Gagnrýndu dagskrá Alþingis
Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýndu dagskrá Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Eitt mál var á dagskrá, umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, sagði nær ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar sem kom út í gær nægilega vel.

Viðskiptalífið var fótboltaleikur
Innri endurskoðandi Landsbankans lýsir í Rannsóknarskýrslunni bardaga bankamanna við Fjármálaeftirlitið sem einskonar fótboltaleik. Spila hafi átt stífan sóknarbolta og tækla án þess að vera dæmdur.

Landsbankinn kærir skemmdarverk til lögreglu
Blárri málningu var skvett á glugga útibús Landsbankans við Laugaveg 77 í gærkvöldi. Ekki hafa verið unnin fleiri skemmdarverk á útibúum bankans eftir að skýrsla Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út í dag, að sögn Kristjáns Kristjánssonar upplýsingafulltrúa Landsbankans.

Þingmenn funduðu með rannsóknarnefndinni
Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm á fundinum.

Peningamarkaðslán voru eins og opnir víxlar
Lilja Steinþórsdóttir, innri endurskoðanda Kaupþings, segir að peningamarkaðslán hafi verið eins og opnir víxlar, engar tryggingar og ekki neitt á bak við þau. Þetta kemur fram í skýrslu Lilju fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.

Skattrannsóknarstjóri fær aukin fjárframlög
Auknu fjármagni verður veitt til embættis Skattrannsóknarstjóra á næstunni. Embættinu verður því gert kleift að bæta tuttugu manns í þann hóp sem rannsakar meint skattalagabrot. Þetta var á meðal þess sem var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun en þau Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sátu fyrir svörum að fundi loknum.

FME átti að skipta sér af Icesave í Amsterdam
Rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýnir að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi ekki haft afskipti að Landsbankanum í Amsterdam vegna Icesave reikninga þrátt fyrir skýr hættumerki. Þær staðreyndir að gjaldeyrismarkaður var að lokast og aðgangur bankans að evrum var takmarkaðri vorið 2008 hefði átt að gefa Fjármáleftirlitinu nægt tilefni til að blanda sér í málið.

Davíð hafnaði því að hafa hótað Tryggva
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafnaði því við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að hann hefði hótað efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar því að honum yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - tækist ráðgjafanum ekki að sannfæra forsætisráðherra um þjóðnýtingu Glitnis.

FME hafði ekki afskipti af Tryggingarsjóði innistæðueigenda
Engin gögn eða upplýsingar hafa komið fram við rannsókn Rannsóknarnefndarinnar að Fjármálaeftirlitið (FM) hafi formlega haft afskipti af málefnum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda eins og það átti að gera lögum samkvæmt.

Litla gula hænan sagði ekki ég
Enginn þeirra 147 einstaklinga sem kallaðir voru fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis taldi sig eiga sök á hruninu. Vísir skoðaði andmælabréf þeirra sjö aðila sem nefndin sakar um vanhæfi - hverjum kenna þeir um?

Bankarnir tóku lán upp á 2.400 milljarða á einu ári
Íslensku bankarnir sóttu sér gríðarlegt fjármagn erlendis frá árinu 2005. Það ár sóttu þeir um 14 milljarða evra á erlenda skuldabréfamarkaði, rétt rúmlega landsframleiðslu þess árs. Upphæðin nemur tæpum 2.400 milljörðum kr. á gengi dagsins í dag.

Kaupaukakerfi Kaupþings hvatti til mikillar áhættutöku
Kaupaukakerfi Kaupþings einkenndist af vilja stjórnarinnar og stærstu hluthafa til að hvetja starfsmenn og stjórnendur til mikillar áhættutöku. Merki þess má finna allt frá árinu 1994. Sú stefna hélst yfir allt það tímabil sem hér er til rannsóknar (janúar 2004 til október 2008). Hjá starfsmönnum Kaupþings var launamunur meiri en hjá starfsmönnum hinna bankanna tveggja.

Tuttugu og tveir milljarðar í laun til starfsmanna
Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna.

Landsbankinn notaði aflandsfélög til að fela slóðir
Landsbankinn kom hlutabréfum sem ætluð voru til að mæta skuldbindingum vegna kaupréttarsamninga starfsmanna fyrir í um átta aflandsfélögum og virðist það hafa verið gert í því skyni að komast hjá flöggunarskyldu.