Tennis

Fréttamynd

Federer eignaðist aftur tvíbura

Tenniskappinn Roger Federer er orðinn fjögurra barna faðir eftir að kona hans, Mirka, eignaðist tvíbura í annað sinn á aðeins fimm árum.

Sport
Fréttamynd

Tap í fyrsta leik á Fed Cup

Ísland tapaði sínum fyrsta leik á Fed Cup mótinu í tennis í Eistlandi í gær. Kvennaliðið tapaði fyrir Írum 3-0.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar okkar mæta Írlandi og Möltu

Fed Cup mótið í tennis hefst á morgun í Eistlandi. Tólf þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Armenía, Danmörk, Eistland, Grikkland , Írland , Kýpur, Moldavía, Madagaskar, Malta, Namibía og Noregur.

Sport
Fréttamynd

Nadal kláraði Federer í þremur settum

Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis eftir sannfærandi 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í þremur settum í undanúrslitum mótsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir verja ekki titla sína í Melbourne

Victoria Azarenka frá Hvíta Rússlandi hefur hrósað sigri í Melbourne tvö undanfarin ár. Í morgun tapaði hún fyrir Agnieszka Radwanska frá Póllandi. Sú pólska tapaði fyrsta settinu en vann tvö næstu og mætir Dominku Chibuulkovu frá Slóvakíu í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Meistarinn úr leik á opna ástralska

Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka.

Sport
Fréttamynd

Nadal lét ekki blöðruna stoppa sig

Spánverjinn Rafael Nadal tryggði sér í nótt sæti í undaúrslitum á opna ástralska mótinu í tennis þegar hann sló út Búlgarann Grigor Dimitrov eftir spennandi leik. Seinna í dag kemur í ljós hvort hann mætir Andy Murray eða Roger Federer.

Sport
Fréttamynd

Æsispenna þegar Wawrinka lagði Djokovic

Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokovic.

Sport
Fréttamynd

Nadal missti sig og Sharapova úr leik

Rafael Nadal vann sigur á Kei Nishikori í spennuþrungnum þriggja setta leik á Opna ástralska meistaramótinu í morgun. Maria Sharapova er hins vegar á heimleið.

Sport
Fréttamynd

Djokovic kominn í 16-manna úrslit

Novak Djokovic er kominn í fjórðu umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem fram fer í Melbourne en Serbinn vann mótið fyrir ári síðan.

Sport
Fréttamynd

Eins og að dansa á steikarpönnu - myndir

Opna ástralska tennismótið er nú í fullum gangi og mótshaldarar keyra mótið áfram þrátt fyrir mikla hitabylgju í Melbourne. Tennisfólkið þarf því að glíma við mjög krefjandi aðstæður.

Sport