Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Allt flug um Akureyrarflugvöll

Allt flug, til og frá landinu, fer nú um Akureyrarflugvöll á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður af völdum eldgossins. Mikið álag hefur verið á starfsfólkinu fyrir norðan en allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Grunnskólabörn með rykgrímur

Grunnskólabörn á Hvolsvelli þurfa að bera rykgrímur til að verja sig fyrir öskunni úr Eyjafjallajökli sem nú er tekin að fara yfir þéttari byggðir. Almannavarnir vara foreldra og skólayfirvöld við því að leyfa börnum að vera úti að leik á meðan öskufall er.

Innlent
Fréttamynd

Flogið til Varsjár og Alicante á morgun

Iceland Express flýgur frá Akureyri til Varsjár í Póllandi klukkan 6 í fyrramálið. Sætaferðir verða frá BSÍ á miðnætti. Þá fer önnur vél félagsins frá Akureyri til Alicante klukkan 15:30 á morgun og verða sætaferðir frá BSÍ klukkan 9:30 í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki búist við öskufalli á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu hefur heldur dregið úr öskufalli frá eldgosinu í Eyjafjallajökli en spáð er suðaustlægri átt í dag og vaxandi vindi. Eitthvað öskufall er nú í átt að Fljótshlíð og verður líklega áfram norðvestur af eldstöðinni næstu daga. Í dag var tilkynnt um „öskufjúk“ á Rangárvöllum og í Hveragerði, að fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Evrópureisan hófst með rútuferð til Akureyrar

Vélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og Berlínar, sem áttu að fara í dag, verða sameinaðar í einu flugi frá Akureyri í dag. Farþegarnir eru nú á leið til Akureyrar og fóru rútur frá BSÍ áleiðist norður klukkan tvö. Vél félagsins til London Gatwick, sem fara átti snemma í fyrramálið verður frestað um 24 tíma.

Innlent
Fréttamynd

Tún á bænum Önundarhorni verða hreinsuð

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur kynnt þá ákvörðun í samráði við stjórn Bjargráðsjóðs að heimila að hafist verði handa við hreinsun túna á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum.

Innlent
Fréttamynd

Engar breytingar á gosinu - öskufall til vesturs

Engar breytingar urðu á eldgosinu í Eyjafjallajökli frá því sem hefur verið í rúmann sólarhring. Vindur hefur hinsvegar snúist í austurátt þannig að líitlsháttar öskufall er nú vestur af eldstöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Flugvellir lokaðir: Stóraukinn viðbúnaður á Akureyri

Fjölgað verður í slökkviliðinu á Akureyrarflugvelli í dag og liðsauki landamæravarða af Keflavíkurflugvelli verður sendur þangað til að mæta þar stór aukinni alþjóðaflugumferð, eftir að Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllum var lokað undir morgun vegna hættu á eldfjallaösku í lofti.

Innlent
Fréttamynd

Meiri flúor frá Eyjafjallajökli

Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að flúorinnihald gjósku hafi aukist eftir að kvika hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum í Eyjafjallajökli. Enn fremur kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlateymi samhæfingarstöðvar almannavarna að Freysteinn brýni fyrir fólki að halda áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á þeim svæðum þar sem aska er að falla eða þar sem aska hefur fallið. „Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á Eyjafjallajökli getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astmaveikindi í öndunarfærum,“ segir í tilkynningunni.

Innlent
Fréttamynd

Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til

Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Flugi til London flýtt

Flugi Iceland Express til London Gatwick hefur verið flýtt til klukkan 23 í kvöld, en vélin átti að fara í loftið í fyrramálið klukkan 7. Ástæðan er væntanleg lokun Keflavíkurflugvallar í fyrramálið. Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á að ferðaáætlanir þúsunda manna raskist

Líkur eru á að tveimur stærstu flugvöllum landsins í Keflavík og Reykjavík verði lokað í fyrramálið vegna öskufalls. Þar með raskast ferðaáætlanir þúsunda manna í millilanda- og innanlandsflugi. Flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri taka við millilandaflugi og Icelandair flytur miðstöð sína til Glasgow í Skotlandi.

Innlent
Fréttamynd

Flugvöllum líklega lokað á morgun

Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Aska féll norðan og sunnan við eldstöðina

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar reis gufumökkurinn í eldstöðinni á Eyjafjallajökli í um 18.000 feta 6 km hæð seinnipartinn í dag. Aska féll bæði norðan og sunnan við eldstöðina og náði öskumökkurinn í um 14.000 feta (4,5–5 km) hæð, að fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Forsetinn heimsótti í samhæfingarstöð almannavarna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti í morgun Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. og Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra tóku á móti forsetanum sem sat síðan upplýsingafund með fulltrúum ýmissa aðila sem manna samhæfingarstöðina.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosið hraðar einkavæðingu í Svíþjóð

Eldgosið á Eyjafjallajökla hefur flýtt fyrir einkavæðingu járnbrauta í Svíþjóð. Líkt og víða annars staðar lág flug niðri í nokkra daga vegna eldgossins hér á landi og olli það miklum truflunum og auknu álagi á lestakerfi Svíþjóðar. Til stóð að einokun ríkisins á helstu leiðum yrði afnumin í haust en vegna flugbannsins hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að flýta ferlinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fólk á öskusvæðinu noti klúta eða grímur

Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ljóst að flúorinnhald gjósku hefur aukist eftir að kvikan hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum á Eyjafjallajöli. Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astma.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoða bændur

Að sögn Kristínar Þórðardóttir, staðgengils sýslumanns á Hvolsvelli, eru 25 teymi með 120 félögum björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar víðs vegar að af landinu að aðstoða bændur á um 20 bæjum undir Eyjafjöllum með ýmsum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Öskuský á leið til Danmerkur

Öll flugumferð frá Íslandi hefur verið samkvæmt áætlun í morgun en svo gæti farið að flugvöllum yrði lokað í Danmörku í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Áfram virkni í jarðskorpunni

Á upplýsingafundum sérfræðinga í Skógarhlíð og á Hvolsvelli í morgun kom fram að lítil aska féll úr gosinu í Eyjafjallajökli í gær og gosvirkni var róleg á yfirborðinu. Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur, og Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur, voru í Skógarhlíð og greindu frá stöðunni og útskýrðu veður- og öskudreifingarspá en á annan tug erlendra blaðamanna auk fulltrúa erlendra sendiráða sátu fundinn. Fram kom að yfirborð eldstöðvarinnar er rólegt og þar sem vatn virðist lítið hefur sprengivirkni farið minnkandi. Órói kemur áfram fram á mælum Veðurstofunnar sem þýðir að virkni er áfram í jarðskorpunni.

Innlent
Fréttamynd

Vegfarendur sýni aðgát á öskusvæðinu

Suðurlandsvegur er opinn almennri umferð en vegfarendur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna ösku og vegna þess að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð á veginum að ræða. Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna aðgát á öskusvæðinu. Ef blotnar í ösku á yfirborði vegar getur myndast hálka eða jafnvel fljúgandi hálka.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld í Evrópu undirbúi sig fyrir Kötlugos

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hvetur stjórnvöld í Evrópu og flugmálayfirvöld alls staðar í heiminum að hefja undirbúning vegna hugsanlegs Kötlugoss. Hættan væri ekki liðin hjá og en það gætu liðið 5-15 ár þangað til gos hæfist í Kötlu. Þetta kom fram í máli forsetans í sjónvarpsviðtali í BBC, breska ríkisútvarpinu, í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Flugumferð frá Íslandi samkvæmt áætlun

Öll flugumferð frá Íslandi er samkvæmt áætlun og er flogið til Kaupmannahafnar, Oslóar og Stokkhólms. Að öllu óbreyttu verður flogið á alla áfangastaði íslensku flugfélaganna í dag. Vélarnar þurfa þó að fara lengri leiðir í sumum tilfellum vegna öskufalls.

Innlent
Fréttamynd

Róleg nótt í grennd við gosstöðvarnar

Að sögn vettvangsstjórnar á Hvolsvelli hefur nóttin verið mjög róleg í grennd við gosstöðvarnar. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt varð örlítil aukning á vatnsrennsli í Markarfljóti og barst nokkur krapi með en þegar leið að morgni hafði vatnsmagn ekki aukist frekar í ánni. Frá eldstöðvunum má þó enn finna markvissan takt umbrotanna.

Innlent
Fréttamynd

Topp 50 atriði í eldgosinu

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur sett hluta af heiminum á aðra hliðina. Við tókum saman nokkrar af þeim fréttum sem hafa verið efst á baugi síðustu daga.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénun

Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent