Ferðaþjónusta

Óttast „glatað sumar“ vegna tvöfaldrar skimunar
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það skipta sköpum fyrir ferðaþjónustuna að fólk sé ekki skyldað til þess að vera í sóttkví milli skimana og er hún ekki hrifin af þeirri hugmynd að einhverjir gætu verið skyldaðir í farsóttahúsið ef þeir greinist með tiltekið afbrigði veirunnar. Hún efist um að það sé lagaheimild fyrir slíkum aðgerðum.

Umdeilt ferðamannaþorp háð umhverfismati þvert á fyrri niðurstöðu
Umdeilt ferðamannaþorp sem malasíski fjárfestirinn Loo Eng Wah hyggst reisa á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra er háð umhverfismati.

Viðspyrna okkar allra 2021
Endurkoma erlendra ferðamanna er það sem hraðast kemur okkur út úr þeirri kreppu og atvinnuleysi sem Covid-19 skilur eftir sig. Öflug og hnitmiðuð markaðssókn fyrir Ísland er málið.

Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik
Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót.

Færri gjaldþrot en óttast var
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina.

Skúli ætlar að opna sjóböð í Hvammsvík
Athafnamaðurinn Skúli Mogensen stefnir á að snúa aftur í íslenska ferðaþjónustu með því að opna sjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði.

Rekin þrisvar úr menntaskóla
Vilborg Arna Gissurardóttir er fyrsta konan í heiminum til að ganga ein á skíðum á Suðurpólinn og klífa ein tind yfir 8000 metra. Á göngu á Hvannadalshnjúk árið 2002 setti hún sér það markmið að ganga á Suðurpólinn.

Úr háum snúningi ferðaþjónustunnar yfir í lágan snúning skíðalyftunnar
Það styttist óðum í að hægt verði að fara aftur á skíði á skíðasvæðinu við Kröflu eftir margra ára hlé, þökk sé sjálfboðaliðum sem vilja ólmir komast á skíði í sveitinni.

Árið 2020 í myndum
Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi.

Víglínan á hálendinu og í innflutningi landbúnaðarvara
Ekki er eining innan stjórnarflokkanna um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra sem enn er í nefnd eftir fyrstu umræðu í lok desember. Þá má finna andstöðu við frumvarpið víða utan þings eins og innan sveitarstjórna, þótt almennt sé mikill stuðningur við það í samfélaginu að stofnaður verði hálendinsþjóðgarður.

Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé.

Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu
Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi.

Hyggja á gjaldtöku á bílastæðinu við Reykjadal
Hveragerðisbær hyggst hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Árhólum þar sem göngufólk leggur jafnan bílum sínum þegar gengið er upp í Reykjadal.

Frekari styrkir standa ekki til
Ferðamálaráðherra segir ekki á döfinni að stjórnvöld komi frekar til móts við ferðaþjónustufyrirtæki með styrkjum.

Sprengisandur: Málefni barna, miðhálendisþjóðgarður og fjárlög
Sprengisandur er á dagskrá í dag líkt og alla sunnudaga klukkan 10.

Staðfestir það sem samtökin óttuðust
Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot.

Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst
Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót.

Fimm mánaða senuþjófur þegar mamma segir frá sveitahótelinu
Fimm mánaða drengur í Önundarfirði stelur senunni þegar mamma hans er í viðtali á Stöð 2 að segja frá því þegar fjölskyldan á bænum Tröð í Bjarnadal gerði upp gamla barnaskólann í Holti og breytti í sveitahótel.

Hætta á að erlend stórfyrirtæki gleypi ferðaþjónustumarkaðinn
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir mikla hættu á því að erlendir ferðaþjónusturisar sópi að sér viðskiptavinum sem áður versluðu við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki.

Hættan sem blasir við ferðaþjónustunni
Í ferðaþjónustu gildir að sjálfsögðu það sama og í öðrum viðskiptum, að mestu tekjurnar skila sér í beinu viðskiptasambandi milli þjónustuveitanda og viðskiptavinar. Með öðrum orðum, að gesturinn kaupi gistinguna, flugfarið, afþreyinguna eða veitingarnar beint af viðkomandi aðila.

Prúðbúinn kaupmaður í fornri verslun selur bækur eftir vigt
Í húsi sem reist var árið 1898 á Flateyri við eina elstu götumynd Íslands býður kaupmaðurinn Eyþór Jóvinsson viðskipatvini velkomna í elstu upprunalegu verslun landsins, uppáklæddur að hætti heldri manns frá gamalli tíð.

Tækifæri ferðaþjónustu í hálendisþjóðgarði
Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða.

Hollandsflug frá Akureyri blásið af í vetur
Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur til og frá Akureyri, líkt og áætlað var.

Ferðaþjónustan föst í ruglinu?
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku.

Neikvæð áhrif hálendisþjóðgarðs á ferðaþjónustu
Í umræðu um stofnun hálendisþjóðgarðs er mikið rætt um ávinning af stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu og aðdráttarafl hans fyrir ferðaþjónustu. Þá hefur það einnig verið látið í veðri vaka að stofnun hálendisþjóðgarðs sé grundvöllur þess að koma ferðaþjónustunni í gang hér á landi eftir Covid.

Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu
Starfshópur ASÍ um „framtíð ferðaþjónustunnar” skilaði nýverið skýrslu til miðstjórnar sambandsins um áherslur þess við „uppbyggingu ferðaþjónustunnar”.

54 milljónir í uppsagnarstyrki, endurráða alla og fjárfesta í um 600 bílum
Bílaleigan Hertz ætlar að endurráða alla 66 starfsmenn fyrirtækisins sem var sagt upp í september. Fyrirtækið hefur fengið um 54 milljón króna ríkisstuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnafresti en starfsfólk vann allan uppsagnarfrestinn. Forstjórinn segir bílasölu og langtímaleigu hafa gengið vel og býst við að fjárfest verði í um 600 bílum á næstunni.

66 starfsmenn Hertz endurráðnir
66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir.

Starfsmenn Hótel Selfoss „gengu, hjóluðu og hlupu“ til Austurríkis
Starfsmenn Hótel Selfoss sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir því að heimsfaraldrinum ljúki því þeir hafa nýtt tímann til að hreyfa sig og efla starfsandann. Það gerðu þeir með því að ganga, hjóla og hlaupa þrjú þúsund kílómetra í nóvember, eða vegalengdina sem samsvarar því að komast í árlega skíðaferð hópsins til Austurríkis.

Seiglan í íslenskri ferðaþjónustu
Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi.