Körfuboltakvöld: Stóra Helenu-málið | Myndband 23. janúar 2016 14:21 Snæfell bar sigurorð af Haukum, 84-70, í toppslag í Domino's deild kvenna á miðvikudaginn. Þetta er annað tap Hauka í síðustu þremur leikjum, eða eftir að liðið fékk Chelsie Schweers til sín frá Stjörnunni. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þá ákvörðun Hauka að fá Schweers til liðs við sig og hvort hún gæti spilað með Helenu Sverrisdóttur. „Ég hef talað um að Haukar verði ekki Íslandsmeistarar nema þær fái sér erlendan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „En ég held að þetta sé ekki leikmaðurinn sem þær áttu að fá sér. Hún tekur mikið til sín og dribblar mjög mikið. Hún er með boltann í 7-10 sekúndur í upphafi hverrar sóknar. „Það var rétt ákvörðun að fá sér erlendan leikmann en rangt að fá þennan leikmann,“ bætti Jón Halldór við og Fannar Ólafsson tók dýpra í árinni. „Þetta er bara peningaeyðsla og rugl. Þetta raskar jafnvæginu í mjög góðu liði.“ Strákarnir ræddu einnig um að Helena, sem er spilandi þjálfari Hauka, hefði ekki viljað tala við fjölmiðla eftir leikinn í Stykkishólmi. „Þetta er hluti af leiknum. Leikurinn er frá því stígur inn 1-2 tímum fyrir leik, hitar upp og spilar leikinn. Og þú þarft að vera, svo ég sletti, gracious loser og humble winner. Það þýðir ekki að fara í fýlu yfir því að tapa leikjum“ sagði Fannar. Jón Halldór tók í sama streng. „Ég er í fýlu út í hana, að hún skuli gera þetta. Það vill enginn sjá neinn annan í Haukaliðinu í viðtali, nema kannski Pálínu (Gunnlaugsdóttur). Ég held að hún sé hundfúl með það sem er í gangi í Haukum. Það er einhver kergja í gangi, það hlýtur bara að vera.“ Helena bar hönd fyrir höfuð sér á Twitter í dag þar sem hún segist ekki hafa verið beðin um að koma í viðtal eftir leik. Þá segist hún að hún sé „mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf mikla virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.“Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.Er virkilega hægt að halda því fram í tv að ég hafi neitað að koma í viðtal?? Ég var ALDREI spurð!! Enginn kom til mín og bad um viðtal— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Ég er mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Snæfell bar sigurorð af Haukum, 84-70, í toppslag í Domino's deild kvenna á miðvikudaginn. Þetta er annað tap Hauka í síðustu þremur leikjum, eða eftir að liðið fékk Chelsie Schweers til sín frá Stjörnunni. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu þá ákvörðun Hauka að fá Schweers til liðs við sig og hvort hún gæti spilað með Helenu Sverrisdóttur. „Ég hef talað um að Haukar verði ekki Íslandsmeistarar nema þær fái sér erlendan leikmann,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „En ég held að þetta sé ekki leikmaðurinn sem þær áttu að fá sér. Hún tekur mikið til sín og dribblar mjög mikið. Hún er með boltann í 7-10 sekúndur í upphafi hverrar sóknar. „Það var rétt ákvörðun að fá sér erlendan leikmann en rangt að fá þennan leikmann,“ bætti Jón Halldór við og Fannar Ólafsson tók dýpra í árinni. „Þetta er bara peningaeyðsla og rugl. Þetta raskar jafnvæginu í mjög góðu liði.“ Strákarnir ræddu einnig um að Helena, sem er spilandi þjálfari Hauka, hefði ekki viljað tala við fjölmiðla eftir leikinn í Stykkishólmi. „Þetta er hluti af leiknum. Leikurinn er frá því stígur inn 1-2 tímum fyrir leik, hitar upp og spilar leikinn. Og þú þarft að vera, svo ég sletti, gracious loser og humble winner. Það þýðir ekki að fara í fýlu yfir því að tapa leikjum“ sagði Fannar. Jón Halldór tók í sama streng. „Ég er í fýlu út í hana, að hún skuli gera þetta. Það vill enginn sjá neinn annan í Haukaliðinu í viðtali, nema kannski Pálínu (Gunnlaugsdóttur). Ég held að hún sé hundfúl með það sem er í gangi í Haukum. Það er einhver kergja í gangi, það hlýtur bara að vera.“ Helena bar hönd fyrir höfuð sér á Twitter í dag þar sem hún segist ekki hafa verið beðin um að koma í viðtal eftir leik. Þá segist hún að hún sé „mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf mikla virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.“Umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.Er virkilega hægt að halda því fram í tv að ég hafi neitað að koma í viðtal?? Ég var ALDREI spurð!! Enginn kom til mín og bad um viðtal— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016 Ég er mikil keppnismanneskja og hata að tapa-en ber alltaf virðingu fyrir fjölmiðlum og veit að það er partur af þessu.— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) January 23, 2016
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira