Fréttir „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. Innlent 16.4.2024 23:14 „Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. Innlent 16.4.2024 23:06 Mátti sekta mann sem lagði á eigin lóð Umboðsmaður Alþingis telur Bílastæðasjóð Reykjavíkur hafa mátt sekta mann vegna bifreiðar hans sem lagt var á hellulögðum fleti innan lóðarmarka fasteignar hans. Innlent 16.4.2024 22:11 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Innlent 16.4.2024 20:30 Deilur Persónuverndar og borgarinnar beint til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti. Milljónaendurgreiðslur á stjórnvaldssektum eru undir í málinu Innlent 16.4.2024 20:24 Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. Innlent 16.4.2024 19:29 Réðst á mann með sveðju en fer ekki inn Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið og skorið með sveðju. Innlent 16.4.2024 18:59 Öskrandi húsaskortur, átök í þinginu og þunglyndi í boltanum Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Við fjöllum um varhugaverða þróun á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.4.2024 18:20 Gleymdi pitsu í ofninum og slökkviliðið mætti Tilkynning barst í dag um reyk koma frá íbúð í Hafnarfirði. Kviknað hafði í pitsu sem húsráðandi hafði gleymt í ofninum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og reykræsti íbúðina. Innlent 16.4.2024 17:23 Á leið með skipið til Húsavíkur Varðskipið Freyja er á leið til Húsavíkur með hollenska flutningaskipið Traville í togi en skipið varð vélarvana fjórar sjómílur frá Rifstanga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Innlent 16.4.2024 16:55 Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. Innlent 16.4.2024 16:51 Ný staða uppi á Reykjanesskaga Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina nú hefur staðið yfir í mánuð. Í byrjun apríl fór landris að aukast og nú er um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Ný staða er komin upp að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni. Innlent 16.4.2024 15:33 Lægsti stuðullinn á Katrínu Á veðmálasíðu Betsson er veðjað um allt milli himins og jarðar og auðvitað eru komandi forsetakosningar undir. Innlent 16.4.2024 15:32 Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heimafólks Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna. Innlent 16.4.2024 15:27 Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. Erlent 16.4.2024 14:11 Skrifstofa Alþingis tekur dóm MDE til skoðunar Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 16.4.2024 14:04 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. Innlent 16.4.2024 13:45 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. Erlent 16.4.2024 12:03 Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Innlent 16.4.2024 11:56 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Erlent 16.4.2024 11:54 Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Innlent 16.4.2024 11:46 „Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Innlent 16.4.2024 11:40 Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. Innlent 16.4.2024 11:39 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Erlent 16.4.2024 11:39 Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Innlent 16.4.2024 11:03 Píratar og Flokkur fólksins leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælir fyrir þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Vantrauststillagan gengur út að hér verði þingrof og nýjar kosningar. Innlent 16.4.2024 10:54 Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. Innlent 16.4.2024 09:50 Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Innlent 16.4.2024 09:08 Gekk berserksgang í Grafarvogi Karlmaður í annarlegu ástandi gekk berserksgang í Grafarvogi í gær. Lögreglan handtók manninn og hann var vistaður í fangageymslu. Innlent 16.4.2024 08:57 Bein útsending: Sigurður Ingi kynnir fjármálaáætlun 2025-2029 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna fjármálaáætlun fyrir 2025 til 2029 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:00. Innlent 16.4.2024 08:11 « ‹ 317 318 319 320 321 322 323 324 325 … 334 ›
„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. Innlent 16.4.2024 23:14
„Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. Innlent 16.4.2024 23:06
Mátti sekta mann sem lagði á eigin lóð Umboðsmaður Alþingis telur Bílastæðasjóð Reykjavíkur hafa mátt sekta mann vegna bifreiðar hans sem lagt var á hellulögðum fleti innan lóðarmarka fasteignar hans. Innlent 16.4.2024 22:11
Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Innlent 16.4.2024 20:30
Deilur Persónuverndar og borgarinnar beint til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti. Milljónaendurgreiðslur á stjórnvaldssektum eru undir í málinu Innlent 16.4.2024 20:24
Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. Innlent 16.4.2024 19:29
Réðst á mann með sveðju en fer ekki inn Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tólf mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið og skorið með sveðju. Innlent 16.4.2024 18:59
Öskrandi húsaskortur, átök í þinginu og þunglyndi í boltanum Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Við fjöllum um varhugaverða þróun á húsnæðismarkaði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.4.2024 18:20
Gleymdi pitsu í ofninum og slökkviliðið mætti Tilkynning barst í dag um reyk koma frá íbúð í Hafnarfirði. Kviknað hafði í pitsu sem húsráðandi hafði gleymt í ofninum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætti á vettvang og reykræsti íbúðina. Innlent 16.4.2024 17:23
Á leið með skipið til Húsavíkur Varðskipið Freyja er á leið til Húsavíkur með hollenska flutningaskipið Traville í togi en skipið varð vélarvana fjórar sjómílur frá Rifstanga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Innlent 16.4.2024 16:55
Tvær vikur í að hægt verði að „klippa húsið niður“ Niðurrif á Íslandsbankahúsinu á Kirkjusandi er í fullum gangi. Umsjónarmaður verksins áætlar að eftir um það bil tvær vikur verði hægt að fara „klippa húsið niður.“ Það mun taka nokkra mánuði. Innlent 16.4.2024 16:51
Ný staða uppi á Reykjanesskaga Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina nú hefur staðið yfir í mánuð. Í byrjun apríl fór landris að aukast og nú er um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Ný staða er komin upp að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni. Innlent 16.4.2024 15:33
Lægsti stuðullinn á Katrínu Á veðmálasíðu Betsson er veðjað um allt milli himins og jarðar og auðvitað eru komandi forsetakosningar undir. Innlent 16.4.2024 15:32
Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heimafólks Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna. Innlent 16.4.2024 15:27
Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. Erlent 16.4.2024 14:11
Skrifstofa Alþingis tekur dóm MDE til skoðunar Forseti Alþingis hefur óskað þess að skrifstofa Alþingis taki niðurstöðu dóms frá Mannréttindadómstóli Evrópu til skoðunar. Íslenska ríkið er í dómi talið brjóta gegn rétti til frjálsra kosninga. Þingkona Samfylkingar tekur málið upp á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Innlent 16.4.2024 14:04
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. Innlent 16.4.2024 13:45
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. Erlent 16.4.2024 12:03
Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Innlent 16.4.2024 11:56
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað Erlent 16.4.2024 11:54
Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Innlent 16.4.2024 11:46
„Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ Innlent 16.4.2024 11:40
Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. Innlent 16.4.2024 11:39
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Erlent 16.4.2024 11:39
Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Innlent 16.4.2024 11:03
Píratar og Flokkur fólksins leggja fram vantraust á ríkisstjórnina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælir fyrir þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Vantrauststillagan gengur út að hér verði þingrof og nýjar kosningar. Innlent 16.4.2024 10:54
Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. Innlent 16.4.2024 09:50
Brotið gegn rétti til frjálsra kosninga: Höfðu betur í talningamálinu Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því í dag að brotið hafi verið á rétti þeirra Magnúsar D. Norðdahl og Guðmundar Gunnarssonar í talningamálinu svo kallaða í Norðvesturkjördæmi. Íslenska ríkinu er gert að greiða þeim bætur. Innlent 16.4.2024 09:08
Gekk berserksgang í Grafarvogi Karlmaður í annarlegu ástandi gekk berserksgang í Grafarvogi í gær. Lögreglan handtók manninn og hann var vistaður í fangageymslu. Innlent 16.4.2024 08:57
Bein útsending: Sigurður Ingi kynnir fjármálaáætlun 2025-2029 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna fjármálaáætlun fyrir 2025 til 2029 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:00. Innlent 16.4.2024 08:11