Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 17:11 Vahid Ahmadsomali er 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi. Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“ Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“
Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira