Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 17:11 Vahid Ahmadsomali er 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi. Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“ Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Sprengjum hefur ítrekað verið varpað á Teheran, höfuðborg Íran, síðustu fimm daga þar sem stríð milli Írana og Ísraels er komið á sjötta dag. Talið er að um 240 manns hafi fallið í árásum Ísraels á Íran, og 24 í flugskeytaárásum Írana á Ísrael. Vahid Ahmadsomali, 49 ára íranskur verkfræðingur búsettur á Íslandi, lýsir þungum áhyggjum af Sahar, eiginkonu sinni, og Rayan, 16 mánaða barni þeirra, sem hann segir enn vera föst í Íran. „Ég sef ekki á nóttunni,“ segir Vahid í samtali við fréttastofu. „Öll landamæri eru lokuð. Allir flugvellir eru lokaðir,“ bætir hann við. Vahid, Sahar og Ben. Á myndina vantar Rayan sem er 16 mánaða.Visir/Aðsend Vahid kom hingað til lands sem flóttamaður ásamt Ben, einhverfum syni sínum sem er í dag 16 ára, og hlutu þeir alþjóðlega vernd á Íslandi eftir í fyrra. Vahid hlaut starfsleyi sem verkfræðingur á Íslandi í september 2024 en segist ekki hafa tryggt sér vinnu sem slíkur hér á landi enda sé það skilyrði á mörgum vinnustöðum að tala íslensku, sem Vahid hefur enn ekki náð fullum tökum á. Geti ekki fengið vegabréfsáritun vegna lokana af völdum stríðsins Vahid segist hafa sótt um fjölskyldusameiningu í fyrra en Útlendingastofnun eigi enn eftir að afgreiða umsóknina. Stofnunin hafi sagst ekki getað ekki brotið jafnræðisreglur með því að draga flýta fyrir meðferð á einni umsókn. Fjölskyldan Vahids sé aftur á móti þegar komin með dvalarleyfi á Íslandi en skorti vegabréfsáritun, sem sé aðeins hægt að fá í gegnum sendiráð Danmerkur í Teheran, sem hefur útvistað vegabréfsáritunum til fyrirtækisins VFS Global, en bækistöðvar VFS eru lokaðar í Tehran vegna stríðsins að sögn Vahids. Sahar, eiginkona Vahids, og Rayan sonur þeirra.Visir/Aðsend Fjölskyldan hafi því rekið sig á vegg og er nú pikkföst í Íran. Vahid segist sjálfur ekki geta farið að sækja fjölskylduna enda muni „harðstjórnin“ þar taka hann höndum, auk þess sem fyrr segir: landamærin séu lokuð. Nú hafa stjórnvöld í Íran takmarkað netsamband í landinu töluvert til að verjast ísraelskum netárásum. Því er aðeins hægt að nota innra net, að sögn Vahids, en það gerir það að verkum að Vahid nái ekki lengur sambandi við eiginkonu sína. Ástandið ólíklega að batna Hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu. „Þessi tvö lönd eru að hamra hvert annað með flugskeytum og gera engan greinarmun á óbreyttum borgurum,“ bætir Vahid við. Og þær blikur sem nú eru á lofti um að Bandaríkin ætli að slást í leikin draga ekki úr áhyggjum Vahids, þvert á móti. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að Bandaríkin myndu kannski skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. „Þetta er í alvörunni galið ástand,“ segir hann enn fremur. Hann óttast að stríðið muni því dragist enn fremur á langinn. „Ef Bandaríkin bætast við í þetta stríð [...] þá veit ég ekki hvað verður um fólkið mitt í Íran.“
Íran Ísrael Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira