Sport

Haaland fær tíu milljarða hjálp

Englandsmeistarar Manchester City kynntu í morgun Egyptann Omar Marmoush til leiks en hann kom til félagsins frá Frankfurt fyrir 70 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna.

Enski boltinn

Bragi heim frá Banda­ríkjunum

Körfuknattleiksliði Grindavíkur hefur borist óvæntur liðsstyrkur því Bragi Guðmundsson er kominn heim frá Bandaríkjunum og mun klára tímabilið með liðinu.

Körfubolti

Með geð­veika hendi og öll skotin í bókinni

Einn leikmaður hefur sprungið út á HM í handbolta í ár og það er vinstri hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson sem hefur eignað sér stöðuna og hjálpað mikið til við draumabyrjun Íslands á heimsmeistaramótinu.

Handbolti

Safna milljónum fyrir skúrk mót­herjanna

Það er því miður alltof algengt að skúrkar í íþróttum verði fórnarlamb netníðs og hótanna. Fréttir frá Buffalo í Bandaríkjunum eru því jákvætt innlegg í baráttuna gegn slíkum ósóma.

Sport

Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast?

Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra.

Körfubolti

Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi

Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig.

Handbolti

Sér eftir því sem hann sagði

Ruben Amorim, þjálfari Mancheser United, sagði eftir síðasta leik að núverandi lið Manchester United væri mögulega það versta í sögu félagsins en nú sér Portúgalinn eftir orðum sínum.

Enski boltinn

Feyenoord pakkaði Bayern saman

Feyenoord vann nokkuð óvæntan 3-0 sigur á Bayern München í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu í kvöld. Þá skoraði Real Madríd fimm gegn Salzburg og Mílanó-liðin unnu 1-0 sigra.

Fótbolti

„Þurfum að halda okkur á jörðinni“

„Rosa góð. Það var kannski þannig aldrei nein spenna í þessu þó við höfum aldrei náð að slíta þá frá okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson um sigur Íslands á Egyptalandi á HM í handbolta. Ísland er með fullt hús stiga í milliriðli eftir frábæra byrjun. Viggó segir menn þó þurfa að halda einbeitingu.

Handbolti

„Geð­veikt að sjá þennan bláa vegg“

„Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld.

Handbolti

„Kannski er ég orðinn frekur“

„Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta.

Handbolti

Brest mátti þola tap í Þýska­landi

Fyrstu tveir leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. Báðir þeirra fóru fram í Þýskalandi. Í Gelsenkirchen unnu „heimamenn“ í Shakhtar góðan sigur á Brest sem hefur verið spútniklið keppninnar til þessa. Þá vann RB Leipzig góðan 2-1 sigur á Sporting frá Lissabon.

Fótbolti