Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp. Erlent 25.9.2025 11:50
Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið sakfelldur fyrir að taka ólöglega við milljónum evra frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, á árum áður. Peningarnir rötuðu i kosningasjóði Sarkozy fyrir forsetakosningar. Erlent 25.9.2025 10:26
Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. Erlent 25.9.2025 09:50
Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Flugvellinum í Álaborg á Jótlandi í Danmörku hefur verið lokað vegna drónaflugs. Einungis tveir dagar eru síðan Kastrup flugvelli og Gardenmoen flugvelli í Osló var lokað vegna slíks flugs. Danska lögreglan segist ekki telja að drónarnir séu í einkaeigu. Erlent 24.9.2025 21:55
Segja árásina hafa beinst gegn ICE Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra. Erlent 24.9.2025 16:51
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. Erlent 24.9.2025 15:06
Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglu eftir að handsprengja var sprengd í miðborg Osló í gærkvöldi. Lögreglan telur málið tengjast sænsku glæpagengi og mannráni. Erlent 24.9.2025 13:15
Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Erlent 24.9.2025 12:54
Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur er á Grænlandi þar sem hún mun síðar í dag biðjast formlega afsökunar á lykkjumálinu svokallaða fyrir hönd danska ríkisins. 143 grænlenskar konur sem hafa stefnt danska ríkinu vegna málsins kerfjast hátt í 6 milljóna króna í miskabætur hver. Erlent 24.9.2025 12:34
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. Erlent 24.9.2025 11:31
Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Erlent 24.9.2025 10:58
Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. Erlent 24.9.2025 10:38
Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Stjórnandi vinsæls gamanþáttar hjá Danska ríkissjónvarpinu, DR, var sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn unglingsstúlku. Brotin, sem Jonatan Spang sjálfur gengst ekki við, munu hafa átt sér stað fyrir sextán árum þegar hann var sjálfur 31 árs en stúlkan 15 ára. Hann viðurkennir hins vegar að hafa átt „í nánum kynnum“ við stúlkuna. Erlent 24.9.2025 10:08
Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. Erlent 24.9.2025 07:50
Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Erlent 24.9.2025 06:54
Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Erlent 24.9.2025 06:26
Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Hálfíslenski karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa myrt 63 ára konu í Akalla í Stokkhólmi í Svíþjóð í október heitir Guðmundur Mogensen. Hann breytti nafninu sínu í Johan Svensson fyrir réttarhöldin sem hófust í vikunni. Á vef sænska miðilsins Expressen segir að hann hafi játað morðið og að hann sé miður sín yfir því sem gerðist. Erlent 23.9.2025 23:43
Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Erlent 23.9.2025 19:23
Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. Erlent 23.9.2025 19:08
Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. Erlent 23.9.2025 16:03
Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Errol Musk faðir milljarðamæringsins Elon Musk hefur verið sakaður um að hafa kynferðislega misnotað fimm barna sinna auk stjúpbarna frá árinu 1993. Sjálfur þvertekur hann fyrir brotin. Erlent 23.9.2025 15:50
Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka til máls á áttugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þar er hann meðal annars sagður ætla að gagnrýna stofnunina og hnattvæðingu og saka stofnanir hnattvæðingarsinna um að valda skaða á alþjóðakerfinu. Erlent 23.9.2025 13:40
Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur lagt hald á búnað sem gæti hafa verið notaður til að setja símkerfið í New York, þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram, á hliðina. Hald var lagt á rúmlega hundrað þúsund SIM-kort og um þrjú hundruð vefþjóna, sem gætu hafa verið notaðir til að senda þrjátíu milljón smáskilaboð á mínútu. Erlent 23.9.2025 13:29
Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun. Erlent 23.9.2025 10:10