Innlent

Starfs­fólk Vy-þrifa reyndi að koma mat­vælum undan

Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu.

Innlent

Hægt að nota pastavatn til að hita upp eld­húsið

HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka  notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 

Innlent

Bygging varnar­garða bíði til­lögu

„Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag.

Innlent

Fögnuðu skipun hjá lög­reglunni

24 lögreglumenn fengu afhent skipunarbréf við hátíðlega athöfn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær. Konur eru rúmlega þriðjungur lögregluliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Goð­sögn í Kópa­vogi fallin frá

Óhætt er segja að Kópavogur sakni eins síns dáðasta drengs. Jóhannes Jónasson, betur þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá þann 27. október síðastliðinn. Hann var 81 árs.

Innlent

Ör­yrkjar megi eiga von á desem­ber­upp­bót

Gert verður ráð fyrir desemberuppbót til handa örorku-og endurhæfingarlífeyrisþegum auk eillilífeyrisþega í nýju fjáraukafrumvarpi. Forsætisráðherra á von á því að frumvarpið verði kynnt á næstu tveimur vikum.

Innlent

Nokkuð jafnt land­ris þó hröðunin sé ó­lík

Stórir skjálftar á Reykjanesinu í nótt þarf ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun. Skjálftarnir eru dæmi um hviðakennda skjálftavirkni sem búast má við meðan að kvikusöfnun er í gangi. Landið rís nokkuð jafnt þó hröðun mælist ólík á milli daga.

Innlent

Vill láta breyta nafni hluta Há­túns

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill að nafni hluta götunnar Hátúns í Reykjavík verði breytt og hann nefndur í höfuðið á einum af stofnenda Öryrkjabandalagsins. Vill borgarfulltrúinn að norður-suður hluti götunnar verði þannig nefndur Ólafartún í höfuðið á Ólöfu Ríkarðsdóttur.

Innlent

Engin merki um að kvika sé að færast ofar þrátt fyrir stóru skjálftana

Frá miðætti hafa á þriðja tug jarðskjálfta mælst yfir þremur að stærð og þar af hafa sjö mælst fjórir að stærð og jafnvel stærri. Stærsti skjálftinn upp á 4,8 að stærð reið yfir klukkan 0:46 í nótt og svo fylgdi fjöldinn allur af stórum eftirskjálftum. Stóri skjálftinn í nótt er sá stærsti frá upp hafi jarðskjálftahrinunnar 25. október.

Innlent

Lög­reglan sem fer ekki að lögum um eftir­lit fái auknar heimildir

Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að auka rannsóknarheimildir lögreglunnar með skipulagðri brotastarfsemi og auka um leið eftirlit með störfum lögreglunnar. Þingflokksformaður Pírata segir lögregluna hins vegar hafa hundsað lög og fyrirmæli varðandi það eftirlit sem ríkissaksóknaraembættið hefði með henni samkvæmt núgildandi lögum.

Innlent

Fanginn fær innlögn en ó­víst hve lengi

Rúmlega þrítugur karlmaður sem á við geðrænan vanda að stríða er á leiðinni í innlögn á geðdeild Landspítalans í dag en óvíst er hve lengi. Forsenda innlagnar er sú að fangaverðir fylgja manninum til að gæta öryggis hans, annarra sjúklinga og starfsfólks geðdeildar.

Innlent

„Nóttin var vægast sagt hræði­leg“

Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið.

Innlent

Baunar á ráð­herra vegna bjargarlauss fanga í geðrofi

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega vegna fanga í geðrænum vanda sem fær ekki inni á bráðageðdeild Landspítalans. Hann segir að bregðast þurfi tafarlaust við og segir ástandið gerast á vakt Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Innlent

Viður­kenndi að hafa átt hnefa­högg skilið

Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið.

Innlent

Sá stærsti 5,0 að stærð

Fjöldi kröftugra jarðskjálfta með upptök á Reykjanesskaga hefur riðið yfir nú eftir miðnætti í kvöld. Klukkan 01:24 reið yfir skjálfti sem mældist 4,7 að stærð samkvæmt Veðurstofunni. Sá átti upptök sín um þrjá kílómetra norður af Grindavík, en fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík í nótt. 

Innlent

Fjögur prósent Ís­lendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífs­líkum

Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni.

Innlent

Sam­staða um Gasa á Al­þingi en pattstaða í á­tökum

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Innlent