Innlent

Hæsti­réttur tekur eggjastokkamál fyrir

Hæstiréttur hefur veitt Sjúkratryggingum Íslands áfrýjunarleyfi í máli sem snýr að læknamistökum þegar eggjastokkur konu var fjarlægður án hennar vitneskju. Sjúkratryggingar voru dæmdar til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur í Landsrétti.

Innlent

Bruni í blokk í Há­túni

Tilkynnt var um bruna í blokk í Hátúni um klukkan 15 í dag. Að sögn Hlyns Höskuldssonar deildarstjóra á aðgerðarsviði Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að reykræsta.

Innlent

Tveir drengir hand­teknir á mót­mælum barna

Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 

Innlent

Sjó­­menn og SFS ná saman um nýjan kjara­­samning

Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður undirritaður í dag í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019, en á síðasta ári var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni Gasa en nemendur í Hagaskóla lögðu í morgun niður störf og héldu í kröfugöngu að Alþingi til að mótmæla ástandinu. 

Innlent

Katla skalf í nótt

Skjálfti upp á 3,4 stig reið yfir í austanverðri Kötluöskju klukkan sautján mínútur yfir fjögur í nótt.

Innlent

Engin moska við Suður­lands­braut?

Útlit er fyrir að umdeildar fyrirætlanir um að reisa mosku við Suðurlandsbraut verði að engu en frestur Félags múslima á Íslandi til að byggja á umræddri lóð rennur út í sumar.

Innlent

Svipuð merki og fyrir síðustu tvö gos

Benedikt G. Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, segir að miklar líkur séu taldar á þriðja eldgosinu á Reykjanesi á nokkurra mánaða tímabili. Staðan sé svipuð og fyrir síðastu gos.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við inn í Grindavík í fyrsta sinn í nokkrar vikur og sjáum myndir af skemmdum og sprungum í bænum. Þá kemur fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands í myndver og ræðir stöðuna á Reykjanesi en auknar líkur eru taldar á eldgosi á jafnvel næstu dögum.

Innlent

Per­sónu­vernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endur­greiðslu

Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu.

Innlent

Á­fram kvikusöfnun undir Svarts­engi

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, þó hægt hafi aðeins á landrisi síðustu daga. Svipað ferli er sagt hafa átt sér stað fyrir kvikuhlaupin og eldgosin sem urðu á svæðinu í janúar og í desember.

Innlent