Innlent

Sögu­leg breið­fylking stefnir að því að keyra niður vexti og verð­bólgu

Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári.

Innlent

Halda sig innan­dyra eftir mann­skæða skot­á­rás

Fimmtán létust og á þriðja tug særðust í skotárás í Karlsháskóla í miðborg Prag í dag. Lögregluyfirvöld í Tékklandi telja að hættan sé liðin hjá en árásarmaðurinn er látinn. Hann var tuttugu og fjögurra ára. Líkið af honum fannst í skólanum. Lögregluyfirvöld segja þá að faðir árásarmannsins hafi í dag fundist látinn skammt frá Prag.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur er létt yfir goslokum.

Innlent

And­stæðingar sjókvíaeldis æfir vegna á­kvörðunar Helga

Á forsíðu nýs tölublaðs Veiðimannsins, tímariti Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er mynd eftir Gunnar Karlsson þar sem sjókvíaeldið er teiknað upp sem ókindin í íslenskri náttúru. Niðurstaða Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum, sú að fella niður rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, kemur illa við andstæðinga sjókvíaeldis.

Innlent

Pissar í flösku og fær ekki aukaáklæði á hjóla­stólinn

Karlmaður sem notar hjólastól fær ekki þriðja áklæðið á sessu hjólastólsins greitt af Sjúkratryggingum Íslands. Í kæru mannsins til úrskurðarnefndar velferðarmála segir að ástæðan fyrir aukaáklæði sé út frá hreinlætissjónarmiðum og sýkingarhættu en hann noti flösku til að kasta af sér þvagi en það gerist oft að það leki fram hjá og ofan í áklæðið.

Innlent

Tveir synir Eddu Bjarkar sagðir fundnir

Tveir synir Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem leitað hefur verið síðan hún flutti þá frá Noregi, eru fundnir. Systir hennar og lögmaður hennar hafa verið handtekin. Þriðja sonarins er enn leitað.

Innlent

Svekkt að missa af eld­gosinu

Guadalupe Megías, fréttamaður spænska ríkissjónvarpsins, kom til Íslands í gær til að flytja fréttir af eldgosinu við Grindavík. Innan við sólarhring síðar er gosinu lokið.

Innlent

Telur mjög litlar líkur á að gjósi í sjálfri Grinda­vík

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir mjög litlar líkur á því að það gjósi í eða við Grindavík. Líklegt verði að telja að annað gos verði á svæðinu þar sem eldgos hófst á mánudagskvöld og lauk í morgun.

Innlent

265 þúsund krónur hæsta boð

Stafrænu uppboði til styrktar Píeta samtökunum lýkur klukkan 18 í dag. Hæsta boð hljóðar þegar þessi frétt er skrifuð upp á 265 þúsund krónur í málverk eftir Þorlák Kristinsson, Tolla.

Innlent

Fylgdi hyggju­vitinu og kom í veg fyrir stórbruna

Fastagestur í húsakynnum TBR við Gnoðavog brást skjótt við þegar eldur kviknaði í gufuklefa hússins á þriðjudag. Telja má fullvíst að hann hafi forðað milljónatjóni og tryggt að badmintonkempur landsins geti stundað íþrótt sína sem fyrr. Líklega besta jólagjöf sem félagi gat fært klúbbi sínum.

Innlent

Rosa­lega margir veikir og toppinum ekki náð

Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Slokknað er í öllum gígum, en glóð er enn sjáanleg. Erfitt er þó að segja til um framhaldið, að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Flogið var yfir svæðið í morgun og lauk fundi sérfræðinga á Veðurstofu Íslands og almannavarna á tólfta tímanum.

Innlent

Creditinfo megi ekki fletta upp kennitölum sakfelldra

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Dómstólasýslu ríkisins sé ekki heimilt að veita Creditinfo Lánstrausti hf. rýmri rétt til leitar að persónuupplýsingum í dómsúrlausnum en almenningi er veittur með útgáfu dómsúrlausna á vefsíðum dómstólanna. Fyrirtækið hafði óskað eftir því að fá aðgang að kennitölum þeirra sem hafa hlotið refsidóma fyrir auðgunarbrot.

Innlent

Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum.

Innlent

Gert að breyta sól­pallinum í takt við teikningar frá 2006

Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans.

Innlent

Vaktin: Engin gos­virkni sýni­leg

Vísindamenn á flugi yfir gosstöðvunum á Reykjanesskaga í morgun sáu enga gosvirkni. Virðist sem slokknað sé í gígum en glóð eru enn sjáanleg í hraunbreiðunni. Enn er þó of snemmt að lýsa yfir goslokum þar sem hraun gæti flætt í lokuðum rásum.

Innlent

Bæjar­stjórn tekur fyrir altjónslista í næstu viku

Altjónslisti frá Náttúrutryggingum Íslands (NTÍ) yfir hús í Grindavík verður tekinn fyrir af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á milli jóla og ný árs. Íbúi segist hafa fengið þau svör að ekki verði hægt að bæta tjón fyrr en afstaða liggi fyrir í málinu.

Innlent