Innlent

Katrín ekki höfð með í ráðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki höfð með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Hún segir að afstaða þingflokks VG sé skýr.

Innlent

Hefur tálgað þúsundir jólasveina úr alaskavíði

Þó það séu enn um tveir mánuðir til jóla þá situr handverkskona í Kópavogi ekki auðum höndum enda tálgar hún út jólasveina og málar þá eins og engin sé morgundagurinn fyrir jólin. Hún hefur tálgað mörg þúsund slíka sveina í gegnum árin.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lagt er til  að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir mikinn fjölda geta leitað til nefndar um sanngirnisbætur. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Egill hvetur til lestrar og stillingar

Egill Helgason hvetur fólk til stillingar þegar kemur að umræðu um mál séra Friðriks Friðrikssonar og ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Hann segist steinhissa á hversu margir hafi tjáð sig án þess að hafa lesið nýútkomna bók um Friðrik.

Innlent

Ó­hæfir em­bættis­menn valdi skatt­greið­endum fjár­hags­tjóni

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. 

Innlent

Á­fram­haldandi þensla við Þor­björn

Land heldur áfram að rísa umhverfis Þorbjörn og Svartsengi. Þetta staðfesta nýjustu gögn Veðustofunnar. Von er á nýjum gervihnattamyndum síðar í dag sem þó verður líklega ekki hægt að lesa úr fyrr en á morgun. 

Innlent

Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ísrael gerði loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar í morgun. Ísraelsmenn segja Hamas-liða hafa hreiðrað um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Forsætisráðherra Ísraels segir von á löngu og ströngu stríði. Farið verður yfir stöðuna á Gasaströndinni í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Sprengisandur: Bændur, Gasa og gamlar syndir séra Friðriks

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent

Bannað að vera í símanum

Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum.

Innlent

Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis

Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu.

Innlent

Þrjár konur slógust og hrækt í andlit lögregluþjóns

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar í morgun. Samkvæmt henni var mikil ölvun í miðbænum og annarsstaðar og bárust margar tilkynningar um hávær samkvæmi og voru alls áttatíu mál skráð hjá lögreglu.

Innlent

Staðan skýrist betur á morgun

Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu.

Innlent

Sam­einingin sam­þykkt

Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum.

Innlent

Teknir við ó­lög­legar veiðar í Elliða­ám

Lögreglunni barst í dag tilkynning um þrjá erlenda einstaklinga við veiðar í Elliðaám. Þegar lögregla kom á vettvang og ræddi við veiðimennina kom í ljós að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir veiðibrotinu. Lögregla vísaði mönnunum af vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Hjá­setan merki um fylgi­spekt við Banda­ríkin

Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin.

Innlent

Deildar­myrkvi í kvöld

Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísraelski herinn réðst í umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina síðan átök hófust fyrir þremur vikum. Herinn hefur enn á ný hvatt íbúa norðurhluta strandarinnar til að flýja til suðurs. 

Innlent

Neyðarsendir fór í gang við flutninga

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Innlent

Skyndimótmæli í miðbænum

Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni.

Innlent

Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi.

Innlent