Innlent

Hafa sent HÍ kröfu um endur­greiðslu aftur til 2014

Stúdenta­ráð Há­skóla Ís­lands krefst þess að há­skólinn endur­greiði skráningar­gjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nem­endum undan­farin ár. Skoða þurfi hve langt aftur krafan nái en hún nái nokkur ár aftur í tímann. Full­trúi Vöku, í minni­hluta í Stúdenta­ráði segist efast um að endur­greiðsla sé það besta fyrir stúdenta.

Innlent

Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld

Sæ­var Helgi Braga­son, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Til­efnið er deildar­myrkvi á tungli en þá mun að­eins sex prósent af tungl­skífunni myrkvast.

Innlent

Tungu­mála­vandi skútu­málsins

Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið.

Innlent

Voru boðnar 100 þúsund krónur í bætur

Kristján Logason telur sig illa sviðinn eftir samskipti við hið opinbera. Hann sótti um starf sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn auglýsti laust til umsóknar en fékk ekki. Úrskurðarnefnd jafnréttismála hvað upp þann dóm að ólöglega hafi verið staðið að ráðningunni og þar við situr.

Innlent

Fleiri en einn leitað til Stíga­móta vegna séra Frið­riks

Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 

Innlent

„Það er engin fram­tíð í þessu“

Það stefnir í fjöldagjaldþrot hjá bændum ef starfsumhverfi þeirra verður ekki bætt. Þetta segir ungur bóndi sem er á barmi þess að hætta búskap þar sem launagreiðslur séu nánast engar vegna hækkandi vaxta og álagna. 

Innlent

Leita réttar síns vegna að­farar sýslu­manns í gær

Edda Björk Arnardóttir og sambýlismaður hennar ætla að leita réttar síns vegna aðgerða sýslumanns og lögreglu við heimili þeirra í gær. Þar fór fram aðfaraaðgerð á vegum sýslumanns en flytja átti þrjá drengi hennar í forsjá föður þeirra í Noregi. Aðgerðinni var frestað eftir um þrjár klukkustundir. 

Innlent

Þolendum mansals fjölgar stöðugt og þörf á vitundarvakningu

Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri.

Innlent

Lyfið Spin­raza sam­þykkt fyrir full­orðna líka

Lyfið Spinraza hefur nú verið samþykkt til notkunar fyrir fullorðna sem glíma við mænuhrörnunarsjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA). Lyfið hefur hingað til aðeins verið til notkunar fyrir börn. Fólk með sjúkdóminn hefur barist fyrir þessari breytingu.

Innlent

Leiður, von­lítill og þreyttur bóndi

Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag.

Innlent

Teygði sig eftir símanum og fær skertar bætur

Vátryggingafélag Íslands hefur verið sýknað af kröfu manns sem höfðaði mál til heimtu fullra bóta eftir að hafa slasast í bílslysi. Maðurinn hafði teygt sig á eftir farsíma, misst stjórn á bílnum og hafnað á ljósastaur utan vegar.

Innlent

Slátra lúsa­hrjáðum laxi fyrir veturinn

Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 

Innlent