
Körfubolti

Martin öflugur í naumu tapi gegn Real Madríd
Alba Berlín tapaði með sjö stiga mun fyrir Real Madríd í Evrópudeild karla í körfubolta, EuroLeague. Martin Hermannsson átti virkilega flottan leik í liði Berlínar en það dugði ekki til.

„Það sem við höfum verið að bíða eftir í vetur“
Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls var stoltur af sínu liði eftir sigur á Álftanesi í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Hann sagði að nú þyrfti liðið að horfa fram á við það sem eftir er tímabils.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Álftanes 90-72 | Íslandsmeistararnir í bikarúrslit
Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir í úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir sigur á nýliðunum frá Álftanesi. Úrslitin fara fram á laugardag en síðar í kvöld kemur í ljós hvort Keflavík eða Stjarnan fylgi Stólunum þangað.

Teitur: Ég býð ekki í það ef þeir detta þar út því þá gæti þetta farið illa
Íslandsmeistarar Tindastóls eiga möguleika á því að verða handhafar beggja stóru titlana eftir næstu helgi en til að byrja með þurfa þeir að vinna undanúrslitaleik á móti Álftanesi í VÍS-bikarnum í Laugardalshöllinni í dag.

Tróð svo svakalega að puttinn fór úr lið og hann sjálfur fékk gæsahúð
Það var um fátt annað talað eftir NBA-nóttina en rosalega kraftatroðslu Anthony Edwards. Hann tróð svo svakalega yfir John Collins hjá Utah Jazz að þeir meiddust báðir.

„Get ímyndað mér að það sé erfitt fyrir andstæðingana að eiga við hann“
Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Breiðablik 120-86 | Heimamenn flugu upp í 2. sætið
Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði.

Skellihlógu vegna treyjuskipta í NBA: Hver átti hugmyndina?
Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður meðal annars farið yfir mjög sérstök treyjuskipti leikmanna í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum.

Rekinn rétt fyrir mót en vann síðan mótið
Long Beach State er á leiðinni í Marsfárið í bandaríska háskólakörfuboltanum en vikan byrjaði þó ekki vel fyrir þjálfara liðsins.

Mögnuð sigurkarfa Irving gegn meisturunum
Kyrie Irving var hetja liðs Dallas Mavericks þegar liðið vann tveggja stiga sigur á meisturum Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld.

Flottur leikur Elvars gegn risaliðinu
Elvar Már Friðriksson átti fínan leik fyrir gríska liðið PAOK sem tapaði fyrir Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.

Magnaður leikmaður með mikið vopnabúr: „Ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann“
Dúi Þór Jónsson átti hreint út sagt magnaðar lokamínútur þegar hann tryggði Álftanesi sigur gegn uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, síðastliðinn fimmtudag.

Tryggvi átti góðan leik í öruggum sigri Bilbao
Tryggvi Snær Hlinason spilaði vel í 92-71 sigri Bilbao gegn Joventut í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

„Sé ekki að Stólarnir geti snúið þessu gengi við“
Íslandsmeistarar Tindastóls verða án þjálfara síns, Pavels Ermolinskij, um ókomna framtíð þar sem Pavel er farinn í veikindaleyfi.

Tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins
Vegna ítrekaðra endurskoðana dómara og bilana í skotklukku tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins þegar Golden State Warriors unnu 128-121 gegn Los Angeles Lakers í nótt.

Flokkuðu liðin í Subway-deildinni fyrir úrslitakeppnina
Spáð var í spilin fyrir komandi úrslitakeppni í Subway-deildinni í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudaginn. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildakeppninni.

Martin sneri aftur af fæðingardeildinni í öruggum sigri
Martin Hermannsson var mættur aftur til leiks hjá Alba Berlin eftir að hafa verið frá vegna fæðingar barns síns í vikunni. Martin lék vel í öruggum sigri Alba.

„Hann er ansi dýr vatnsberi“
Íslandsmeistarar Tindastóls í Subway-deild karla hafa verið í vandræðum og eru sem stendur í 7. sæti deildarinnar. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir framlag Bandaríkjamannsins Jacob Calloway í síðustu leikjum.

Grindvíkingar líklegastir til að taka þann stóra: „Þetta var ógeðslega sannfærandi“
Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja að Grindavík sé líklegasta liðið til að fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta í vor.

Jókerinn dró vagninn er Denver fór á toppinn
Nikola Jokic var stigahæsti maður vallarins er Denver Nuggets vann sterkan ellefu stiga útisigur gegn San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 106-117.

Finnur Freyr: Fengum á baukinn í kvöld
Toppið Vals í Subway deild karla í körfubolta mátti þola sitt fyrsta tap síðan í október síðastliðnum þegar Grindvíkingar tóku þá í karphúsið í kvöld í Smáranum. Leikar enduðu 98-67 og sáu Valsarar aldrei til sólar. Þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson var að öllum líkindum búinn að jafna sig á reiðinni þegar hann hitti blaðamann eftir leik.

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið
Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum.

Luka-laust Dallas gætið endað í umspili
Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók.

Leikið fyrir Píeta í Vesturbænum
Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir sérstökum styrktarleik fyrir Píeta samtökin er liðið mætir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld.

Maté: Atvinnumennirnir gáfust upp í áhlaupi Hattar
Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar ósáttur við frammistöðu síns liðs í 93-68 tapi gegn Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar höfðu ekki að neinu að keppa, áttu hvorki möguleika á sæti í úrslitakeppni né í hættu að falla, meðan Höttur þurfti að vinna til að komast í úrslitakeppnina. Það sást í leiknum.

Haukur Helgi: Búið að vera þungt en gott að vinna grannaslag og koma okkur í gírinn
Eftir langa fjarveru átti Haukur Helgi Pálsson frábæra endurkomu í lið Álftaness sem lagði Stjörnuna að velli í Forsetahöllinni í kvöld. Haukur endaði stigahæstur með 23 stig, þar af fimm þriggja stiga skot, auk þess greip hann 8 fráköst og stal einum bolta.

Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 93-68 | Höttur sækir áfram að úrslitakeppninni
Höttur vann mikilvægan sigur á Haukum, 93-68, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld sem þýðir að liðið er skrefi nær því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Höttur snéri leiknum sér í vil eftir að einn liðsmanna þess var útilokaður frá leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á 63 sekúndum.

„Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“
Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72.

„Ekki jákvætt fyrir Keflavík ef hann ætlar að láta einhvern pjakk æsa sig upp“
Það varð formlega ljóst í kvöld að Breiðablik á ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Subway-deild karla þegar liðið tapaði gegn Keflavík. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eftir og með verri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem sitja í síðasta örugga sætinu.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Stjarnan 86-77 | Dúi kláraði uppeldisfélagið og tryggði sæti í úrslitakeppninni
Dúi Þór Jónsson var frábær á lokamínútnum á móti uppeldisfélagi sínu þegar Álftanes vann níu stiga sigur á nágrönnum sínum Stjörnunni, 86-77, og tryggði sér sæti í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta.