Lífið

Hótar að kæra manninn sem fylgist með einkaþotunni

Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum.

Lífið

Hætti að reykja og borðar eldstafi í staðinn

Hlaupadrottningin Mari Järsk hefur sagt skilið við sígaretturnar og verið reyklaus í þrjár vikur. Hún segir Tómas Guðbjartsson hjartalækni hafi ýtt á hana í lengri tíma að hætta að reykja en ætlar að narta í kjötstangir í staðinn fyrir að reykja retturnar.

Lífið

„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“

Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 

Lífið

Fékk sam­visku­bit eftir mann­skæðasta flug­slys ís­lenskrar flug­sögu

„Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing.

Lífið

Brasilísk bomba ber­brjósta við Grindavíkurskilti

Brasilísk brjóstafyrirsæta segist hafa þurft á aðhlynningu að halda á íslensku sjúkrahúsi eftir að hafa berað brjóstin við Grindavíkurskilti á Suðurnesjum. Hún segist elska Ísland og geta hugsað sér að búa hér á landi.

Lífið

Upp­lifði skelfi­lega hluti á neysluárum í Köben

Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur hefur gert stjörnukort fyrir fólk í nærri 50 ár. Gunnlaugur, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segir stóran hluta af þjáningu fólks stafa af rembingi við að passa inn í normið í stað þess að leyfa sér að vera einstaklingur.

Lífið

Sara Sigmunds sviptir hulunni af kærastanum

Sara Sigmundsdóttir afrkskona í CrossFit sendi kærastanum og CrossFit-kappanum Luke Ebron hjartnæma afmæliskveðju á Instagram í tilefni dagsins. Í færslunni má sjá myndir af parinu saman en þau hafa haldið sambandinu frá sviðsljósinu. 

Lífið

„Bestu 730 dagarnir“

Leikkonan Íris Tanja Flygenring birti fallega myndafærslu af sér og unnustu sinni, tónlistarkonunni Elínu Eyþórsdóttur, í hringrásinni á Instagram í gær í tilefni af tveggja ára sambandsafmæli þeirra sem þær telja í dögum.

Lífið

„Kominn tími til að við fáum bara að lifa“

Ragnar Erling Hermansson hefur vakið athygli fjölmiðla fyrir baráttu sína gegn heimilisleysi. Ragnar hefur lagt allt sitt í þá baráttu. Hann dreymir um að komast að rót vandans og eyða heimilisileysi fyrir fullt og allt.

Lífið

„Mamma er að fara að deyja“

Anja var tólf ára gömul þegar móðir hennar, Linda Sæberg, greindist með brjóstakrabbamein. Anja var hrædd um að móðir hennar væri dauðvona. Linda fór í aðgerð, lyfja- og geislameðferð og Anja var eins mikið hjá henni og hún gat í ferlinu.

Lífið

Húðrútína ung­menna geti valdið skaða til fram­tíðar

„Ungar stelpur í dag eru ítrekað farnar að hafa meiri áhyggjur af húðinni sinni en nokkurn tímann gæti talist eðlilegt,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Beautybox, í samtali við Marínu Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar.

Lífið

Eiga á fjórða hundrað bíla í Hvera­gerði

Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum.

Lífið

Eliza að drukkna í við­tölum í Dubai

Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni.

Lífið