Skoðun

Haus­­verkur, heims­endir og hefð­bundin banka­­starf­­semi / The end of the world and tra­ditional banking

Riaan Dreyer skrifar

Ísland og heimaland mitt Suður-Afríka virðast við fyrstu sýn ekki eiga margt sameiginlegt. Veðrið er líkast til augljósasti munurinn og alltaf vinsælt umræðuefni. En þegar allt kemur til alls er fleira sem sameinar okkur en sundrar. Suður-Afríka, og Afríkulöndin almennt, hafa um langt skeið þurft að takast á við áskoranir – stundum naumast náð jaðarhagvexti og því er nýsköpun mikilvæg til að tryggja samkeppnishæfni landanna.

Skoðun

Af hverju erum við öll Al­manna­varnir? Í dag er al­þjóða­dagur um á­hættu­minnkun vegna ham­fara

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Víðir Reynisson skrifa

Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög.

Skoðun

Líknar­með­ferð og líknar­mið­stöðvar

Svandís Íris Hálfdánardóttir og Dóra Björk Jóhannsdóttir skrifa

Í hugum margra einskorðast líknarmeðferð við þá meðferð sem veitt er þegar einstaklingur er deyjandi á næstu dögum/vikum og fyllast því margir áhyggjum og kvíða þegar á líknarmeðferð er minnst. Töluverð hugarfarsbreyting hefur hins vegar átt sér stað undanfarin ár og áratugi víða um heim.

Skoðun

Hvað verður um ruslið þitt?

Gunnar Dofri Ólafsson skrifar

SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. 

Skoðun

Undir fölsku flaggi

Hjörleifur Hallgríms skrifar

Oft ratast kjöftugum satt orð af munni hugsaði ég er ég las pistil eftir Ingu Sæland í Mbl. Í gær þriðjudag 10. okt. „Undir fölsku flaggi „ er yfirskriftin á pistlinum og byrjar svo þannig“ Aldraðir hafa lengi þurft að umbera stjórnmálamenn sem sigla undir fölsku flaggi“.

Skoðun

Betri tíð í samgöngumálum

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Þau sem fylgst hafa með um­ræðum um sam­göngu­mál á höfuð­borgar­svæðinu síðustu árin og ára­tugina hafa orðið vitni af stöðugum á­greiningi milli ríkis og sveitar­fé­laga og þá sér­stak­lega á milli ríkis og Reykja­víkur­borgar.

Skoðun

Al­þjóð­legur dagur gigtar

Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Í dag 12. október er Alþjóðlegur dagur gigtar sem notaður er til að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra á einstaklingana sem greinast með þá og einnig áhrif þeirra á fjölskyldur þeirra sem eru með sjúkdóminn.

Skoðun

„Stríð er ekki ró­leg skógar­ferð“

Tom Brenner skrifar

Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang.

Skoðun

Friður og rétt­læti

Bjarni Karlsson skrifar

Heimsbyggðin horfir nú inn í áður óþekktar víddir mannlegrar grimmdar. Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis.

Skoðun

Fyllirí í heilsulindum Íslands

Marta Eiríksdóttir skrifar

Túristi kom til landsins og hlakkaði mikið til að prófa allar heilsulindirnar. Hann var á leiðinni til Íslands í heilsuferð. Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna.

Skoðun

Stafar okkur ógn af átökum glæpagengja í Svíþjóð?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu.

Skoðun

Byggingarfulltrúinn og skjólveggurinn

Sigurður Orri Hafþórsson skrifar

Oft snúa sér til Húseigendafélagsins eigendur fasteigna sem kvarta sáran yfir hegðun, háttsemi og ósóma nágranna sinna. Eru slík þrætuefni af ólíkum meiði, en algengt er að þau varði frágang á mörkum lóða. Því miður vill það stundum verða að menn telji sér heimilt að ákveða hvernig slíkum frágangi skuli háttað, og ganga til þess verks án samskipta við nágranna aðliggjandi lóðar.

Skoðun

Þegar vondur mál­staður verður verri

Yousef Ingi Tamimi skrifar

Það verður alltaf augljósara með hverjum degi sem líður hve alvarlegir atburðir eiga sér stað Í Palestínu. Stöðugar loftárásir með mannfalli þúsund palestínskra borgara er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við á viðeigandi hátt.

Skoðun

Og hvað svo?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. 

Skoðun

Kallarðu þetta jafnrétti?

Hópur kvenna í framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls skrifar

Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti.

Skoðun

Galdra­brennur nú­tímans

Kristján Ingimarsson skrifar

Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur og galdraofsóknir hér á landi og höfðu þær þá verið stundaðar í Evrópu um nokkurt skeið. Galdrabrennurnar byggðust á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Í Evrópu var alþekkt að kaþólska kirkjan vildi berjast gegn villutrúarmönnum sem talið var að þjónaði djöflinum.

Skoðun

Vandað verk­lag við að­hald í ríkis­rekstri

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti.

Skoðun

Stríð um til­veru og grunn­gildi

Finnur Th. Eiríksson skrifar

Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis.

Skoðun

Milljarðar frá fólkinu í landinu

Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Nýverið birti fjármálaráðuneytið frétt um að almenningur hefði styrkt almannaheillafélög um 6,6 milljarða króna á síðasta ári. Þetta eru afar áhugaverðar upplýsingar sem nú eru í fyrsta sinn aðgengilegar, í kjölfar lagabreytinga sem gerðar voru árið 2021.

Skoðun

Skamm­góður vermir - sagan endur­tekur sig

Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar

Það er skiljanlegt en um leið sorglegt að lesa varnarviðbrögð í kjölfar fjölsótts samstöðufundar gegn sjókvíaeldi sem fram fór á Austurvelli 7. október síðastliðinn.

Skoðun

Á ríkið að vera stærsti elli­líf­eyris­þeginn?

Ásgerður Pálsdóttir skrifar

Þegar ég var ung var ellin svo órafjarri , reyndar voru allir yfir þrítugt gamlir í mínum augum. Og fólk yfir sjötugt hlyti að vera best geymt í kirkjugarðinum. Svo leið tíminn á örskotshraða og nú er ég fyrir löngu í komin í þennan stóran og ört stækkandi hóp eldra fólks og er enn lifandi.

Skoðun

Bjart­sýni aldarinnar

Ástþór Magnússon skrifar

„Þetta eru góð skrif en að láta sér detta í hug að Guðni Jóhannesson hafi kjark í eitthvað er mesta bjartsýni aldarinnar” skrifaði einn lesenda við grein mína „Tikkandi tímasprengja“ á visir.is um ástandið í Palestínu.

Skoðun

Stjórn­sýslu­á­kvörðun veldur af­sögn

Haukur Arnþórsson skrifar

Fram kom hjá stjórnmálafræðingum í fjölmiðlum í gær (10. okt. 2023) að þeir teldu úrskurð Umboðsmanns Alþingis um vanhæfi fjármála- og viðskiptaráðherra við sölu í hlut ríkisins í Íslandsbanka veikt tilefni til afsagnar. Þarna skín í gegn hin landlæga áhersla á að úrlausnarefni í opinberu lífi séu leyst sem stjórnmálaleg mál – en ekki sem stjórnsýslumál.

Skoðun

Líknar­með­ferð - ekki bara fyrir deyjandi

Freyja Dís Karlsdóttir og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir skrifa

Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði.

Skoðun

Viljum við gráa framtíð?

Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Í dag heldur Landsvirkjun sinn árlega haustfund undir slagorðinu „Leyfum okkur græna framtíð“. En hver er þessi græna framtíð sem Landsvirkjun vill leyfa sér?

Skoðun

1.500 líf í okkar höndum

Helgi Guðnason skrifar

Ef marka má umfjöllun síðustu vikna blasa við fjölda fólksflutningar frá Íslandi til Venesúela á næstu misserum. Landið sem er oft efst á lista yfir friðsælustu lönd í heimi ætlar að flytja nauðug, börn, óléttar mæður og annað fjölskyldu fólk, til þess lands þaðan sem stærsti straumur flóttamanna í heiminum kemur.

Skoðun