Skoðun

Sjálf­boða­liða­störf er­lendis

Karen Miller skrifar

Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi.

Skoðun

Fiskur á fárra hendur

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Þingið fer af stað á nýju kjörtímabili með stórum málum sem varða þjóðina alla, kjör almennings og velferð. Auk fjárlagafrumvarpsins og breytinga á ýmsum lögum sem tengjast þeim, s.s. um kjör eldra fólks, barnafjölskyldna og öryrkja, mæltu þingmenn í vikunni sem er að líða fyrir forgangsmálum þingflokka.

Skoðun

Skopstælingar?

Hermann Stefánsson skrifar

„Ég veit að þetta er um margt óvenjuleg skáldsaga í samhengi íslenskrar bókmenntasögu,“ segir Guðni Elísson, höfundur skáldsögunnar Ljósgildran, í viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson og gerir lýðum ljóst að hann búist við að geta reitt marga til reiði með bók sinni

Skoðun

Er raf­magns­skortur á Ís­landi í dag?

Bjarni Bjarnason skrifar

Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar.

Skoðun

Verð­bólga ríkis­stjórnarinnar

Kristrún Frostadóttir skrifar

Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun.

Skoðun

Foreldrar og kennarar eru saman í liði

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar

Mikil umræða á sér nú stað meðal foreldra um stöðu barna þeirra í skólakerfinu og réttindi þeirra. Rætt hefur verið um svokölluð gul herbergi og hvernig við meðhöndlum nemendur sem falla utan við hin hefðbundnu viðmið.

Skoðun

144 ein­staklingar, yngri en 67 ára, búa á elli­heimilum

Bergþóra Bergsdóttir skrifar

Vinkona mín og samherji í MS, Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, er enn að berjast við óréttlátt kerfi fyrir sig og aðra í sömu stöðu. Ég leyfði ykkur, vinum mínum, að fylgjast með baráttu hennar fyrir stað sem hún gæti kallað heimili sitt fyrir einum til tveimur árum en hún endaði með að fá vist á meðalstóru elliheimili, verandi eini íbúinn sem ekki er með gráan koll og heyrnaskerðingu.

Skoðun

Bitcoin og um­hverfið

Víkingur Hauksson skrifar

Sem börn erum við eins og svampur; við sjúgum í okkur fróðleik úr öllum áttum og hikum ekki við að hlusta á og reyna að skilja báðar hliðar hvers penings. Með tímanum breytist hinsvegar eitthvað. Við förum að sjá heiminn sem svartan og hvítan, og eigum í basli með að sjá út fyrir okkar eigin sterku skoðanir.

Skoðun

Lokað vegna raf­magns­leysis

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant.

Skoðun

Þjóðin á­samt laun- og líf­eyris­þegum í á­nauð út­gerðanna

Ólafur Örn Jónsson skrifar

Geri ráð fyrir að við öll vitum að það voru kvótalánin sem útgerðin tók út á veð í kvótaúthlutunum sem ollu því hversu hart hrunið kom niður á okkur Íslendingum. Peningar sem útgerðirnar drógu sér og notuðu í allt annað en til að styrkja fyrirtækin eins og fjárfestingar í óskyldum rekstri eða í hreina eyðslu.

Skoðun

Stórútgerðin eyðir byggð

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Það er öllum ljóst að stórútgerðin hefur stórskaðað byggð víða um land, keypt burt kvóta og atvinnutækifæri sjávarbyggða og skilið íbúana og samfélögin eftir í sárum.

Skoðun

Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson

Bergsveinn Birgisson skrifar

Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands.

Skoðun

Börnin á sam­fé­lags­miðlum

Unnar Þór Bjarnason og Þórður Kristinsson skrifa

Í vinnu okkar með unglingum sem annars vegar lögreglumaður og hinsvegar rannsakandi höfum við rekið okkur á að eldri kynslóðin virðist ekki vera fyllilega meðvituð um hvað börnin okkar eru að upplifa í gegnum samfélagsmiðla.

Skoðun

Stóla­leikur, nema bara ef þú átt fullt af pening

Björn Teitsson skrifar

Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum. Hönnun stóla, efnisgerð stóla, saga stóla. Á instagram er til dæmis til reikningur sem kallast „chair.only“ og er einn af uppáhalds hjá undirrituðum.

Skoðun

Sátt­máli fram­fara og vaxtar

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar er ítarlegur og vel gerður. Hann vísar leiðina fram veginn og einkennist af bjartsýni varðandi þau tækifæri sem til staðar eru og bjartsýni um að við getum áfram bætt samfélagið og lagfært það sem þarf að laga.

Skoðun

60 blað­síður af orða­gjálfri

Þorgrímur Sigmundsson skrifar

Sáttmáli um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er einhver mesti langhundur sem sést hefur í pólitískri markaðssetningu.

Skoðun

Hag­kerfið stendur og fellur með flutnings­kerfinu

Jón Skafti Gestsson skrifar

Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta.

Skoðun

Lokum opnum kælum strax!

Samúel Karl Ólason skrifar

Opnir kælar eru, í stuttu máli sagt, ömurlegir og þjóna engum tilgangi. Þeir eru óskilvirkir, óumhverfisvænir og eiginlega bara óþolandi. Þeir þjóna ekki einu sinni þeirra helsta tilgangi, að kæla.

Skoðun

Listin að hlusta

Lára Guðrún Agnarsdóttir skrifar

Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum.

Skoðun

Miklu­brautar­stokkur og ný­byggingar við götuna. Hvað finnst þér?

Ævar Harðarson skrifar

Reykjavíkurborg kallar nú eftir viðbrögðum og athugasemdum við stór skipulagsverkefni sem eru í gangi í borginni. Samráð skiptir okkur miklu máli og við erum sífellt að leita leiða til að fá fram sjónarmið sem flestra. Við viljum mæta þörfum íbúa, í því felst meðal annars að sjá fyrir framtíðarþarfir og hvernig þær verða leystar.

Skoðun

Eru launa­hækkanir að sliga ís­lenskt at­vinnu­líf?

Rannveig Grétarsdóttir skrifar

Fyrir að verða tveimur árum skall heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Ferðaþjónusta hér á landi eins og um allan heim hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika vegna faraldursins og hefur eitt helsta markmiðið undanfarin misseri verið að halda rekstri fyrirtækjanna á lífi.

Skoðun

Að efla hreysti þjóðar

Marta Eiríksdóttir skrifar

Fleiri heimsfaraldrar eru á leiðinni segja þeir og jafnvel miklu alvarlegri en þessir sem hafa komið áður. Ekki getum við sprautað fólk endalaust í handleggina, við verðum að hugsa dæmið upp á nýtt!

Skoðun

Takk kæra þjóð

Einar Hermannsson skrifar

Jólaálfasölu SÁÁ lauk nú á sunnudaginn og fór hún fram úr björtustu vonum þrátt fyrir veður. Mig langar að nota tækifærið og þakka okkar dygga sölufólki og stuðningsfólki sem keypti jólaálfinn.

Skoðun

Brask­borgin Reykja­vík

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Um daginn keypti Þorpið, félag sem stofnað var til með 1,5 m.kr. hlutafjárframboði byggingarétt í Ártúnsholti fyrir sjö milljarða króna. Eigið fé þessa félags var neikvætt um 3,9 m.kr. um síðustu áramót, það skuldaði þá meira en það átti.

Skoðun