Skoðun

Hreppa­flutningar 21. aldarinnar

Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar

Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna.

Skoðun

Megum engan tíma missa

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra.

Skoðun

Tíðindi dagsins kalla á kjarkaða ríkis­stjórn

Andrés Ingi Jónsson skrifar

„Loftlagsbreytingarnar eru hér, í dag. Við erum líka hér, í dag. Ef við bregðumst ekki við, hver á þá að gera það?“ Svona orðaði einn höfunda skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það í dag þegar hún var.

Skoðun

Sam­starfs­erfið­leikar og með­virkni á vinnu­stað

Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar

Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu.

Skoðun

Við tökum ábyrgð á losun okkar

Jóna Bjarnadóttir skrifar

Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins.

Skoðun

Hjarðónæmi og sóttvarnir

Ari Tryggvason skrifar

Skjótt skipast veður í lofti. Nú er allt í einu nauðsynlegt að stór hluti þjóðarinnar smitist til að ná nauðsynlegu hjarðónæmi þrátt fyrir að þorri hennar sé fullsprautaður.

Skoðun

Menningarstríð héraðsdómara og Sjálfstæðismanns

Kári Gautason skrifar

Síðustu misseri hefur farið meira og meira fyrir innflutningi á vegum ákveðinna hægri manna. Nú er ekki um innflutning á vörum að ræða heldur á bandarísku menningarstríðunum svokölluðu sem flutt eru inn til heimabrúks.

Skoðun

Aldrei aftur Hiroshima

Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

6. maí árið 1945 varpaði bandaríski herinn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasaki. Um 200 þúsund manns dóu á einu augabragði í þessum árásum og enn glímir fólk við eftirköst og veikindi rúmum 75 árum síðar.

Skoðun

Að aftengjast umhverfinu

Ívar Halldórsson skrifar

Tónlist framtíðarinnar má ekki bara verða að einhverju vélrænu suði í bakgrunni okkar daglega lífs, á meðan meðvitund nýrrar kynslóðar týnist í tilfinningalausu tómi samskiptamiðlanna.Ég sat í kvikmyndahúsi um daginn og hlustaði á vélræna og lítt spennandi tónlistina sem heyra mátti í salnum í hléinu og hugsaði, "Tónlistin okkar er að deyja!"...en spólum aðeins til baka...

Skoðun

Hverjum er ekki treystandi fyrir heilbrigðismálum?

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Undanfarin 30 hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn í 26 ár. Þar af hefur flokkurinn ráðið fjármálaráðuneytinu í 25 ár. Allan þennan tíma hefur verið rekin sveltistefna gagnvart opinberri þjónustu.

Skoðun

Gangan er hálfnuð

Hans Jónsson skrifar

„Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra.

Skoðun

Lykillinn að öllu

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs.

Skoðun

Skima, skima, skima!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson skrifa

Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis.

Skoðun

Styðjum áfram öflugt íþrótta- og frístundastarf

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Þátttaka í íþróttum eða öðrum tómstundum hefur almennt reynst einstaklingum til góða m.t.t. heilsu, félagslífs og annarra þátta sem bæta lífsgæði. Vegna þessa er mikil áhersla lögð á að einstaklingar hafi tækifæri til að taka þátt í íþróttum eða öðrum tómstundum. Þetta á sérstaklega við um börn og unglinga, en það hefur góð áhrif á þroska þeirra og heilsu að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi.

Skoðun

Þegar framlínan lendir aftast í röðinni

Drífa Snædal skrifar

Um það leyti sem landinn elti sólina norður og austur, naut frelsis og takmarkaminni samveru, þá varð enn á ný rof á milli kjara æðstu ráðamanna og almennings. Í janúar síðastliðnum hækkuðu taxtalaun um 24 þúsund krónur en almenn hækkun launa var 15.750 krónur.

Skoðun

Að búa í samfélagi

Brynjólfur Magnússon skrifar

Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar.

Skoðun

Heilbrigðiskerfið er ekki aðeins í Reykjavík

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Í upphafi þessa kjörtímabils boðaði ríkisstjórnin að allir landsmenn gætu notið góðrar þjónustu heilbrigðiskerfisins. Það væri óháð efnahag og búsetu. Það átti sérstaklega að bæta geðheilbrigðisþjónustu, auka forvarnir og byggja upp hjúkrunarrými. Heilbrigðisráðherra sagðist bjargvættur heilbrigðiskerfisins. Auk þessa átti að efla eftirlits- og aðhaldshlutverk Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu. En hver er raunveruleg staða?

Skoðun

Íslenska á að sameina ekki sundra

Alexandra Ýr van Erven skrifar

Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar.

Skoðun

Bankarnir eru baggi á samfélaginu

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa

Núna hafa bankarnir birt uppgjör sín eftir fyrri hluta þessa árs og samanlagður hagnaður þeirra nemur 37 milljörðum króna. Ef síðari hluti ársins verður þeim jafn gjöfull, gæti árshagnaður þeirra orðið 74 milljarðar.

Skoðun

Manneskjan í jakkafötunum

Lenya Rún skrifar

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og drögtum, með alvarlegan svip að tala um alvarleg mál. Mér leið eins og þetta fólk væri ósnertanlegt og ætti ekki við nein raunveruleg vandamál að stríða. Klettarnir í hafinu sem gefa aldrei eftir.

Skoðun

Nú get ég

Indriði Stefánsson skrifar

Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang.

Skoðun

Ást á óspilltu landi

Lind Draumland skrifar

Þegar ég bjó í Hollandi á árunum 1994 til 2008 þótti mér gaman að segja frá því hvað tilfinningin sem fylgir því að eiga landið sitt gerir fyrir íslensku þjóðarsálina og þar af leiðandi fyrir mig. Svolítið rómantískt, en fallegt og kröftugt.

Skoðun

Værum við sátt við 1.074 Covid andlát? Gleymum ekki góðum árangri!

Pétur Magnússon skrifar

Því miður er það svo að enn á ný stöndum við frammi fyrir því að Covid er ekki horfið úr lífi okkar. Aldrei hafa fleiri greinst jákvæðir fyrir Covid hér á landi en undanfarna daga. Eðlilega eru mörg okkar orðin þreytt á Covid og þeim truflunum sem Covid hefur haft á daglegt líf okkar. Margir bundu vonir við að í sumar kæmi Covid vandinn til með að leysast, samhliða viðtækum bólusetningum, en svo er ekki.

Skoðun

Forvarnir í fyrirtækjarekstri

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Mikilvægt er fyrir fyrirtæki og hvers konar atvinnurekstur að vera með tryggingavernd sem endurspeglar reksturinn. Það er allra hagur að koma í veg fyrir tjón og slys og því mikilvægt að huga vel að tjóna- og slysavörnum.

Skoðun

Hálf öld af hinseginstolti

Anna María Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Pétursson skrifa

Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride.

Skoðun

Leiðtogi óskast!

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum.

Skoðun