Skoðun

Til­lögu­gerð um laga­reglur, Rétt­læti hins sterka

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Tillögugerð mín í þessari grein um lagfæringar á nokkrum reglum dómsmálanna markast mikið af því að tekið verði upp betra skipulag í dómskerfinu, en þó einkum að hætt verði að halla á almenning í því og að þátttaka hans verði gerð auðveldari.

Skoðun

Al­þjóða­dagur fatlaðs fólks

Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. 

Skoðun

Zonta segja nei við kyn­bundnu of­beldi

Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa

Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. 

Skoðun

Furðu­legar á­hyggjur for­manns

Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifar

Formaður Lögmannafélags Íslands skrifar grein og fer í útvarpsviðtal, og áréttar að sem formaður þessa félags verði hann að minna okkur á að við megum ekki taka lögin í okkar hendur og eigum að virða samfélagslegan sáttmála um réttarkerfið í landinu.

Skoðun

Skrímsli eða venju­legir strákar?

Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Hann var venjulegur strákur, nánast fullkominn, sagði faðir stráks sem nýlega var handtekinn vegna gruns um morðið á fyrrverandi kærustu sinni Guiliu Cecchettin. Stráknum hafi gengið vel í skóla, aldrei hefði komið til vandamála í samskiptum við kennara eða skólafélaga.

Skoðun

Á­byrgð og auð­lindir

Jóna Bjarnadóttir skrifar

Landsvirkjun var í vikunni útnefnd umhverfisfyrirtæki ársins 2023 af Samtökum atvinnulífsins. Það er ánægjulegt að fá viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem fer fram hjá okkur í umhverfis- og loftslagsmálum. Við erum með skýra stefnu og henni fylgja markmið og tímasettar aðgerðir.

Skoðun

Þurfa kennarar að að vera lög­fróðir?

Elísabet Pétursdóttir skrifar

Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar.

Skoðun

Hvernig hefur aukin fræðsla á­hrif á ung­menni?

Vigdis Kristin Rohleder skrifar

Fræðsla getur þjónað sem öflugt tæki í baráttu gegn ofbeldi, einkum kynbundnu ofbeldi hjá ungmennum. Með aukinni fræðslu er hægt að efla vitund, stuðla að jafnrétti, þróa gagnrýna hugsun og miðla þekkingu og tilheyrandi verkfærum sem þarf til að skapa öruggara samfélag.

Skoðun

Hag­fræði, þekking, verð­leikar og vist­kerfi 2

Viðar Hreinsson skrifar

Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum.

Skoðun

Okkur blæðir hjúkrunar­fræðingum

Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar

Það eru rúm níu ár frá því ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef misst af jólum, áramótum, íþróttamótum og allskyns viðburðum sem flesta langar til að upplifa með sínum nánustu. Ég elska vinnuna mína en ein lítil mistök í starfi geta auðveldlega rústað lífum annarra og mínu eigin.

Skoðun

Ljósið og myrkrið

Árni Már Jensson skrifar

Ísrael er óaðskiljanlegur holdgervingur í samfelldri sögu Ísraelíta sem eru ein þjóða jarðar sem býr í sama landi, ber sama heiti, talar sama tungumál og tilbiður sama Guð og þjóðin hefur gert umliðin 3-4þúsund ár.

Skoðun

Al­þjóða­sam­tök ljúga að Palestínu­mönnum

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina.

Skoðun

Hnefa­rétturinn

Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“

Skoðun

Full­veldið og undirgefnin

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Við fögnum í dag fullveldi okkar, því hinu sama og við glutruðum í hendur Noregskonungs 1262 sökum döngunar- og friðleysis. Vorum síðan öldum saman að harma og reyna að endurheimta, hnípin þjóð í viðvarandi vanda. Fullveldið endurheimtum við síðan loks úr hendi Danakonungs fyrir 105 árum.

Skoðun

Strætó þarf að taka handbremsubeygju

Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

Uppskriftin af velheppnuðum strætisvagnasamgöngum er alls ekki flókin. Þú þarft: allflestar biðstöðvar séu í mest 5 mínútna fjarlægð, vagnarnir komi á 10 mínútna fresti, stundvísi, hóflegt gjald og að það taki ekki alltof langan tíma að ferðast með Strætó miðað við aðra ferðamáta.

Skoðun

„Konan mín þarf ekki að vinna“

Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

„Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti.

Skoðun

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár

Matthías Már Magnússon skrifar

Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar.

Skoðun

Gjaldskrárhækkanir í ó­þökk allra

Orri Páll Jóhannsson skrifar

Hafísinn, sem þjóðskáldið kallaði landsins forna fjanda, kemst ekki í hálfkvisti við þann þráláta og að því er virðist landlæga vanda sem verðbólgan er. Við henni eru til ýmsar aðgerðir, engar góðar eða skemmtilegar og má þar telja aðhald í öllum rekstri og stýrivaxtahækkanir sem hafa dunið á fólki undanfarin ár. Og nú hefur ný ókind bæst í hóp óskemmtilegra aðgerða

Skoðun

ESB styður við ís­lenska há­skóla

Lucie Samcová-Hall Allen skrifar

Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár.

Skoðun

Verður Ís­land útibúaland eða land höfuð­stöðva blárrar ný­sköpunar?

Þór Sigfússon og Heiða Kristín Helgadóttir skrifa

Á skömmum tíma hafa mörg af mest hraðvaxandi fyrirtækjum hérlendis verið seld erlendum fjárfestum. Við fögnum þessum aukna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskri nýsköpun og auðlindum henni tengdri. En þessi þróun kallar þó á að við metum hvaða áhrif hún getur haft á íslenska nýsköpun og athafnalíf. Eins er mikilvægt að rekstrarskilyrði þessara fyrirtækja séu sem best þannig að höfuðstöðvar þeirra haldist hér áfram. Sjávarklasinn hefur ekki hingað til talið skipta máli hvaða litur er á vegabréfum eigenda íslenskra fyrirtækja en þegar erlendir aðilar taka að fullu yfir okkar framsæknustu fyrirtæki er ástæða til að skoða áhrifin af því. Í þessari greiningu Sjávarklasans er fjallað um erlenda fjárfestingu og möguleg áhrif hennar á bláa hagkerfið hérlendis.

Skoðun

Fossvogsbrú á minn hátt

Ellert Már Jónsson skrifar

Aldan var vinningstillagan í samkeppni um Fossvogsbrú. Ég skoðaði vinningstillöguna frá Eflu og brúin er gullfalleg. Ég ferðast um brúnna í huganum og skynja hvað gæti verið betra í mínum huga.

Skoðun

Creditinfo

Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Ég er einn af þeim sem einhvern tíma hefur lent í vanskilum. Þegar nóvember rann upp var ég fullur tilhlökkunar nú loksins voru fyrrum skráningar að detta út af vanskilaskrá. Fyrrum skráningar áttu nefnilega að detta út að tólf mánuðum liðnum frá greiðslu kröfunnar.

Skoðun

Of­beldi á aldrei rétt á sér

Kristín Snorradóttir skrifar

Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi.

Skoðun

Hált á svellinu

Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Ágæt vinkona mín kom eitt sinn til mín grafalvarleg í bragði og sagðist eiga við vandamál að stríða; hún væri með ofnæmi fyrir áfengi. Mér varð orðavant en hún hélt áfram án þess að bíða eftir viðbrögðum mínum og bætti við: Ég verð full af því.

Skoðun

Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því

Gunnar Dan Wiium skrifar

Í fargufunni í kvöld vorum við leidd í gegnum orkustöðvar okkar sem mér er sagt að séu raunveruleg sem líffæri sem framleiða hormóna. Ég veit ekkert hvort það sé rétt né þekki ég nöfn þessara orkustöðva á sanskrít sem ég get skreytt mig með en ég tengi við eðli þessari hjóla og veit hver afleiðingin er þegar þau hætta að snúast og valda stíflum, ójafnvægi.

Skoðun

Á frá­veitu­vatnið heima í sjónum?

Ottó Elíasson skrifar

Nokkur umræða hefur spunnist um stöðu fráveitumála á Íslandi í kjölfar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 28. nóvember síðastliðinn. Þar var undirritaður meðal annars til viðtals og lét hafa sitthvað eftir sér um slæma stöðu fráveitumála á landsvísu.

Skoðun