Sport

Ey­gló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar

Fjölniskonan Eygló Dís Ármannsdóttir og Víkingurinn Raj K. Bonifacius urðu Reykjavíkurmeistarar í tennis þegar Meistaramóti Reykjavíkur lauk í gær á tennisvöllum Víkings í Fossvoginum.

Sport

Tryllt eftir­spurn eftir miðum

Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld.

Körfubolti

Nýtt sjónar­horn færir Arnari fullnaðar­sigur

Þó að margir hafi efast um þá ákvörðun dómarans Arnars Þórs Stefánssonar að dæma af jöfnunarmark Vals gegn Breiðabliki, í stórleiknum í Bestu deildinni í gærkvöld, þá virðist sú ákvörðun hafa verið hárrétt.

Fótbolti

Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat tínt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. 

Fótbolti

Þakkaði sjálf­boða­liðum og minnti á mikil­vægi í­þrótta

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu.

Körfubolti

Frá­bær byrjun dugði ekki til og Gunn­laugur Árni úr leik

Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur í GKG, tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Gunnlaugur Árni fór frábærlega af stað og sat um tíma í 2. sæti. Sú spilamennska entist þó ekki út daginn og hann er úr leik.

Golf

Upp­gjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Horn­spyrnur urðu heima­mönnum að falli

Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig.

Íslenski boltinn

Upp­gjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Ís­lands­meistara­titlinum

Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu.

Handbolti