Sport

Upp­gjörið: Álfta­nes - Stjarnan 77-97 | Þægi­legur sigur gestanna

Álftanes tók á móti einu heitasta liði landsins í nágrannaslag í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Forsetahöllina. Heimamenn unnu báða slagina um Garðabæ í fyrra en eins og Kjartan Atli, þjálfari Álftaness benti á fyrir leik er ansi breytt Stjörnulið sem mætir til leiks í ár og það átti heldur betur eftir að koma á daginn.

Körfubolti

Slæmt tap Svía

Svíar töpuðu fyrir Rúmenum, 23-25, í öðrum leik sínum í milliriðli 1 á Evrópumótinu í handbolta kvenna. Fyrir vikið minnkuðu möguleikar Svíþjóðar á að komast í undanúrslit mótsins.

Handbolti

„Heyrt margar reynslu­sögur“

„Þegar Afturelding hafði samband þá var ekki aftur snúið,“ segir Oliver Sigurjónsson sem genginn er til liðs við Aftureldingu frá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hann hlakkar mikið til að taka þátt í fyrstu leikjum nýliðanna í Bestu deildinni næsta sumar.

Íslenski boltinn

Glódís í 41. sæti í heiminum

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur bætt rós í hnappagat sitt. Eftir að hafa verið tilnefnd til Gullboltans í haust, fyrst Íslendinga, er hún nú í 41. sæti lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í öllum heiminum.

Fótbolti

Lítill Verstappen á leiðinni

Max Verstappen, heimsmeistarinn í formúlu 1, er að verða faðir. Hann tryggði sér á dögunum fjórða heimsmeistaratitilinn í röð og tilkynnti síðan um barnalán sitt í dag.

Formúla 1

„Held að þetta sé ekki al­gengt á Ís­landi“

Ís­lands­tenging er danska úr­vals­deildar­félaginu Lyng­by mikilvæg. Þess vegna hefur félagið ráðið njósnara hér á landi, Vig­fús Arnar Jósefs­son. Hann mun benda þeim á og fylgjast með efni­legum og góðum leik­mönnum á Ís­landi. 

Fótbolti

Bene­dikt í bann

Þjálfari Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta, Benedikt Guðmundsson, hefur verið dæmdur í eins leiks bann.

Körfubolti