Sport

„Þýska liðið er allt önnur skepna“

„Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli.

Handbolti

Grínaðist með 115 á­kærur City: „Ég endur­tek, þetta var grín“

Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sló á létta strengi á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í samningsmál Mohamed Salah en samningur hans við félagið rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Slot dró þær 115 ákærur sem Manchester City á yfir höfði sér inn í umræðuna og vildi svo ítreka að hann hafi verið að grínast með því.

Enski boltinn

Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin

Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu.

Handbolti

„Þá rennur stressið af manni“

Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck.

Handbolti

Kane kominn í jóla­frí?

Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári.

Fótbolti

„Gæsa­húð alls­staðar“

„Tilfinningin var æðisleg. Þetta var magnað að vera hluti af þessu liði sem afrekaði þetta. Það var gæsahúð allsstaðar. Þetta var frábært,“ segir Elísa Elíasdóttir sem spilaði vel á línu og í vörn í sigri Íslands á Úkraínu á EM kvenna í handbolta í gær.

Handbolti

Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins, kemur til greina í heimsliðið í fótbolta. Íslendingar geta hjálpað henni að komast í það með því að kjósa hana á heimasíðu FIFA.

Fótbolti

Hugsaði lítið og stressaði sig minna

„Þetta er ótrúlega stórt og mjög skemmtilegt. Það er gott að vera loksins búin að ná þessum sigri,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, sem átti stóran þátt í 27-24 sigri Íslands á Úkraínu á EM í Innsbruck í gær.

Handbolti

Salah jafnaði met Rooneys

Mohamed Salah skoraði seinna mark Liverpool í sigrinum á Manchester City í gær og lagði það fyrra upp. Þar með jafnaði hann met Waynes Rooney.

Enski boltinn