Sport

Hanna frá Val í FH

FH-ingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna en Hanna Kallmaier hefur gert tveggja ára samning við Fimleikafélagið.

Íslenski boltinn

„Reynslunni ríkari í dag“

Gísli Þorgeir Kristjánsson á góðar minningar úr Ólympíuhöllinni í München en hann sneri aftur þangað í dag, á æfingu vegna fyrsta leiks á EM í handbolta sem er við Serbíu á morgun.

Handbolti

David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum

David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik.

Körfubolti

Haukar segja sína hlið á laugar­dags­fundinum með E­vera­ge

Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki.

Körfubolti

Viktor Gísli ekki með á æfingu

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er ekki með á æfingu í München nú í morgunsárið, daginn fyrir fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Hann er veikur.

Handbolti

Dag­skráin í dag: Körfuboltaveisla, CS:GO og ís­hokkí

Það er af nægu að taka á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan fimmtudag. Körfuboltinn verður í fyrirrúmi en beinar útsendingar má finna úr bæði Subway deild karla og NBA deildinni vestanhafs. Ljósleiðaradeildin í CS:GO verður svo á dagskrá ásamt tveimur íshokkíleikjum. 

Sport

Sjálfsmörk til skiptis í framlengdum leik

Nágrannaliðin Atleticó og Real Madrid mættust fjarri heimahögum sínum þegar liðin kepptu í undanúrslitaleik spænska ofurbikarsins, sem fór fram í Sádí-Arabíu. Real unnu að endingu 5-3 eftir framlengdan leik þar sem tvö sjálfsmörk voru skoruð. 

Fótbolti

Martin snýr aftur til Ber­línar

Martin Hermannsson hefur í sameiningu við Valencia rift samningi sínum við félagið og gengið aftur til liðs við Alba Berlin. Hann skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2025–26. 

Körfubolti

Jaka: Liðsheildin okkar skilaði þessu

Jaka Brodnik var að vonum kampakátur með sigur sinna manna og gerði liðsheild Keflvíkinga að umtalsefni í viðtalinu við blaðamann Vísis. Keflvíkingar unnu leikinn með 13 stigum, 99-86, en Stólarnir leiddu lungan úr leiknum. Jaka skoraði 12 stig og þar af 10 í seinni hálfleik. 

Körfubolti