Sport

„Klikkaðir“ FH-ingar á grasi reyna að þyngja það með lóðum
Leikmenn FH bera þung lóð á Kaplakrikavöll í von um að þyngja hann fyrir komandi heimaleiki í Bestu deildum karla og kvenna, í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum félagsins.

Jóhann lenti óvænt í flugi með formanninum og fer ekki fet
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir að það að hafa óvænt verið í sama flugi og Alan Pace, formaður Burnley, á heimleið frá Amsterdam hafi haft sitt að segja um að hann verði áfram leikmaður enska félagsins, eftir að hafa kvatt það í vor.

Dagskráin í dag: Hörð titilbarátta í Bestu deild og Verstappen berst við Bretana
Silverstone-kappaksturinn í Formúlu 1 og Besta deild kvenna eiga sviðið á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag.

Vistaskipti Kilman gætu breytt framtíð E-deildarliðs Maidenhead
Max Kilman hefur skrifað undir sjö ára samning við West Ham United eftir að félagið festi kaup á honum fyrir allt að 40 milljónir punda, rúma sjö milljarða íslenskra króna. E-deildarlið Maidenhead United fær hluta af kaupverðinu og gæti það breytt framtíð félagsins.

Búast við gullregni með sölu á Stefáni til Englands
Danska knattspyrnufélagið Silkeborg hefur átt í viðræðum við ensku félögin QPR og Derby um sölu á landsliðsmanninum Stefáni Teiti Þórðarsyni.

Sjáðu fernu og dans Viktors, Valsara í stuði og tæpt jöfnunarmark KR
Skagamenn skoruðu átta mörk í lygilegum sigri á HK í dag, og Valsmenn komust nær toppnum með öruggum sigri á Fylki. Mörkin úr öllum fjórum leikjum dagsins í Bestu deild karla má nú sjá á Vísi.

„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“
Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld.

Fyrsta mark Bryndísar skipti sköpum
Landsliðsframherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sitt fyrsta mark sem atvinnumaður í fótbolta í dag þegar hún skoraði dýrmætt mark fyrir Växjö í sænsku úrvalsdeildinni.

FHL jók forskotið og dýrmætur sigur Þróttar
Leikið var í Lengjudeildum karla og kvenna í dag og eru Austfirðingar í góðum málum í Lengjudeild kvenna þegar mótið er rúmlega hálfnað, með sex stiga forskot á toppnum. ÍBV færðist nær toppi Lengjudeildar karla og Þróttur vann dýrmætan sigur í botnbaráttunni.

Hollendingar lentu undir en mæta Englandi
Þrátt fyrir að lenda undir gegn Tyrkjum tókst Hollendingum að tryggja sér fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum EM karla í fótbolta, með 2-1 sigri í slag þjóðanna í Berlín í kvöld.

Töpuðu rétt eftir risasigurinn
Lærimeyjar Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta mættu heims-og ólympíumeisturum Frakka í annað sinn á þremur dögum í kvöld, og urðu að sætta sig við tap.

„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið“
„Ég hef aldrei skammast mín jafn mikið, held ég, tengt fótbolta,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 8-0 tap upp á Skaga gegn heimamönnum í Bestu deildinni í fótbolta í dag.

Íslendingar byrja vel á heimsmeistaramóti öldunga í skák
Heimsmeistaramót landsliða öldunga í skák fer fram þessa dagana í Kraká í Póllandi og lið Íslands er í öðru sæti með sjö stig af átta mögulegum eftir fjórar umferðir af níu. Í dag fer fram viðureign íslenska liðsins og þess ítalska sem leiðir á mótinu með átta stig af átta mögulegum.

Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“
„Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla.

Fyrsta mark Eggerts eftir mínútu á vellinum
Eggert Aron Guðmundsson skoraði með afar laglegum hætti sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Lið hans Elfsborg vann þá 3-0 sigur á Brommapojkarna.

Pálmi Rafn: Á von á því að Ægir Jarl sé á förum
KR gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur með stigið og greindi frá því að Ægir Jarl Jónsson væri að öllum líkindum á förum frá liðinu.

Uppgjör og viðtöl: Valur-Fylkir 4-0 | Valsmenn ekki í vandræðum með botnliðið
Valsmenn voru ekki vandræðum með botnlið Fylkis í leik liðanna í kvöld en lokatölur voru 4-0. Gylfi Þór skoraði eitt sem og Adam Ægir en Patrick Pedersen skoraði tvíveigis.

Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 2-2 | Fyrsta stig Vestra á Ísafirði en eru Blikar að missa af lestinni?
Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Kerecis-vellinum á Ísafirði í dag. Það dugar Blikum skammt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en stigið var það fyrsta sem Vestri fær á nýja heimavellinum sínum.

Uppgjörið og viðtöl: KR-Stjarnan 1-1 | Axel Óskar tryggði heimamönnum stig
KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli og KR er án sigurs í síðustu sex leikjum. Allt benti til þess að Stjarnan myndi vinna 0-1 en Axel Óskar Andrésson jafnaði í uppbótartíma.

Uppgjörið: ÍA-HK 8-0 | HK-ingar hnepptir í þrældóm á Írskum dögum
Það má með sanni segja að ÍA hafi boðið upp á flugeldasýningu þegar liðið mætti HK í 13. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

Uppgjörið: Tindastóll-Stjarnan 0-0 | Víti í súginn og markalaust í Skagafirði
Tindastóll og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli á Sauðárkróki í dag, í 12. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Öll vítin inn og England í undanúrslit
Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn.

Íslenskur markvörður orðaður við Frey og félaga
Belgískir fjölmiðlar halda áfram að orða íslenska knattspyrnumenn við belgíska efstu deildarfélagið KV Kortrijk. Það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem Freyr Alexandersson sótti fjölda Íslendinga til Lyngby þegar hann var þar.

Jóhann Berg áfram hjá Burnley
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Burnley.

Fyrirliðinn Morata ekki í banni í undanúrslitunum
Álvaro Morata, fyrirliði Spánar, verður til taks þegar Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Það virtist sem Morata hefði fengið gult spjald og yrði því í leikbanni en það var á misskilningi byggt.

Tennisfélag Kópavogs og Víkingur Íslandsmeistarar í tennis
Tennisfélag Kópaovgs (TFK) og Víkingur urðu á föstudag Íslandsmeistarar í liðakeppni Tennissambands Íslands. Keppt var í Víkinni, á tennisvöllum Víkings.

Lehmann elti kærastann til Ítalíu: „Draumur að geta verið hjá sama félagi“
Alisha Lehmann er gengin í raðir Juventus frá Aston Villa. Eltir hún kærasta sinn Douglas Luiz sem samdi við Juventus á dögunum. Þá hefur Chelsea fengið framherjann Sandy Baltimore frá París Saint-Germain.

Sex Ólympíufarar koma frá Palestínu
Alls taka sex Palestínumenn, þar af ein kona, þátt á Ólympíuleikunum sem fram fara í París í sumar.

Sky biður Nottingham Forest afsökunar
Sky Sports hefur beðið Nottingham Forest afsökunar á ummælum sem sparkspekingurinn Gary Neville lét falla á síðustu leiktíð.

Saka og Trippier vængbakverðir gegn Sviss
Enskir fjölmiðlar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að England muni spila með þrjá miðverði gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í dag.