Sport

Svona kynnti Þor­steinn EM-hópinn sinn

Það var stór stund í höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði í dag þar sem Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, fór yfir val sitt á þeim leikmönnum sem fara fyrir Íslands hönd á EM í Sviss.

Fótbolti

„Mamma! Segja á­fram!“

Lindex-mótið var haldið á Selfossi 6. júní 2025, þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar og skemmtu sér í góðum félagsskap. Þátt um mótið, þar sem Andri Már Eggertsson tók púlsinn á keppendum, má nú sjá í heild sinni á Vísi.

Fótbolti

Borga fimm milljarða fyrir táning

Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur fest kaup á 18 ára gömlum Grikkja fyrir 35 milljónir evra, eða jafnvirði yfir fimm milljarða króna. Fyrr á þessu ári keypti félagið 19 ára Grikkja fyrir 25 milljónir evra.

Enski boltinn

Daninn orðinn stjóri Tottenham

Enska knattspyrnufélagið Tottenham staðfesti í dag ráðninguna á hinum danska Thomasi Frank í stöðu knattspyrnustjóra. Hann tekur við af Ange Postecoglou sem var rekinn á dögunum eftir tvö ár í starfi.

Enski boltinn

Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres

Stærsti fótboltamiðill Portúgals, Record, fullyrti í dag að Arsenal væri búið að leggja fram fyrsta tilboð í sænska framherjann Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon, eftir að forráðamenn félaganna hittust á spænsku eyjunni Menorca í gær.

Enski boltinn

Þrjár er­lendar til ný­liðanna á Akur­eyri

KA/Þór staldraði stutt við í Grill 66 deild kvenna í handbolta og eftir að hafa unnið deildina án þess að tapa leik í vetur er liðið nú búið að bæta við sig þremur erlendum leikmönnum fyrir átökin í Olís-deildinni næsta tímabil.

Handbolti

„Enn­þá bjart­sýnn en tapið á föstu­daginn var þungt högg“

„Föstudagurinn olli miklum vonbrigðum, við vildum vinna leikinn og fara á góðu skriði inn í undankeppni HM…“ segir skoski landsliðsfyrirliðinn Andy Robertson um tapið gegn Íslandi í æfingaleik liðanna. Hann segir jákvætt að hafa tapað æfingaleik, frekar en keppnisleik, og hefur enn trú á liðinu fyrir undankeppni HM í haust. 

Sport