Viðskipti

Skilagjald hækki um tvær krónur

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að skilagjald einnota drykkjarvöruumbúða hækki um tvær krónur, úr átján krónum í tuttugu. Gjaldið var síðast hækkað í fyrrasumar. 

Neytendur

Stofnandi FTX hand­tekinn á Bahama­eyjum

Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti.

Viðskipti erlent

Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“

„Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku.

Atvinnulíf

Salóme til PayAnalytics

Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics. Hún mun því taka leiðandi þátt í uppbyggingu og sókn fyrirtækisins á erlendri grundu.

Viðskipti innlent

Á­skrif­endur fá mögu­leikann á því að breyta tístum

Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur frá og með í dag opnað fyrir kaup á hinu svokallaða bláa merki á samfélagsmiðlinum í gegnum mánaðarlega áskrift. Áskrifendur munu njóta ýmissa möguleika umfram aðra notendur, þar á meðal munu þeir geta breytt tístum eftir á. Iphone-notendur þurfa þó að greiða hærra verð en aðrir.

Viðskipti erlent

Þrátt fyrir allt „nautheimsk vél“ með tilheyrandi göllum

Gervigreind mun aldrei geta komið í staðinn fyrir mennska listamenn, að mati listamanns sem unnið hefur með slíka tækni. Nýr veruleiki blasi þó við - og hann hefur orðið var við áhyggjur af hinni ógurlega hröðu þróun í ákveðnum kreðsum. Við kynntum okkur nýjasta gervigreindaræðið á samfélagsmiðlum.

Viðskipti innlent

Eins og hauslaus hæna í matvörubúð og ekki eldað síðan 2009

Það mátti litlu muna að Guðfinnur Sigurvinsson létist úr næringaskorti í október síðastliðnum. Því þá var hann einn heima í mánuð og svo lélegur er hann í eldamennskuna að málin stóðu tæpt þegar eiginmaðurinn kom loks heim fjarveru vegna vinnu. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ásamt fleiru.

Atvinnulíf

Viðar Er­lings­son tekur við Marel Software Solutions

Viðar Erlingsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Marel Software Solutions.Hann mun bera ábyrgð á framtíðarsýn og stefnu hugbúnaðarlausna Marel á heimsvísu. Í því felst meðal annars að tryggja stöðu félagsins sem lykilsölu- og þjónustuaðila á sviði stafrænna lausna í matvælavinnslu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Viðskipti

Lands­bankinn hækkar vexti

Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. 

Viðskipti innlent

Þrjú ný til Aurbjargar

Íslenska fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn í vöruþróunarteymi sitt. Þeim er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. 

Viðskipti innlent

Vilja stöðva stærsta samruna leikjaiðnaðarins

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (FTC) höfðaði í gær mál gegn Microsoft til að stöðva 69 milljarða dala kaup fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Það er gert á grundvelli þess að verði af samrunanum yrði, myndi stærð þess koma niður á samkeppni í tölvuleikja- og leikjatölvuiðnaðinum.

Viðskipti erlent

Spá 9,6 prósent verð­bólgu í desember

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. 

Viðskipti innlent