Listamenn atvinnulífsins 15. júní 2004 00:01 Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Guðmundur MagnússonStundum er yfir því kvartað að íslensk stórfyrirtæki séu ekki nægilega rausnarleg við menningarlíf og vísindastarfsemi í landinu. Sagt er að þau ættu að verja meira fé til lista, mennta og rannsókna. Ekki skal dregið úr þýðingu þess að atvinnulífið sýni hinum svokölluðu skapandi iðkunum stuðning. Hinu mega menn aftur á móti ekki gleyma að verðmætasti stuðningur fyrirtækjanna við þjóðfélagið, þar á meðal andlega lífið og afþreyinguna, felst í þróttmiklum rekstri sem skapar vinnu og tekjur og ný tækifæri.Á sextíu ára afmæli lýðveldisins, þegar tungan, bókmenntirnar og fræðin, þjóðernið og sjálfstæðið eru í brennidepli, er að sama skapi hollt að hafa í huga að þjóðin nýtur ekki til fulls hins andlega, upplífgandi og táknræna, sem lofað er í ræðum og greinum á tyllidögum, nema efnahagslegar undirstöður þjóðlífsins séu traustar. Á afmæli lýðveldisins er ekki síður mikilvægt að láta hugann hvarfla til atvinnulífsins en menningar og sögu. Gæfa þjóðarinnar felst í því að okkur takist að fletta þetta tvennt saman með árangursríkum hætti.Svo er annað sem rétt er að viðurkenna. Sköpun á sér ekkert síður stað í viðskiptum og rekstri en listum og vísindum. Snjall kaupsýslumaður er á sinn hátt sambland af listamanni og vísindamanni. Nema hvað hann er ekki styrkþegi ríkissjóðs og kemur ekki til álita þegar menningarvitarnir úthluta verðlaunum og viðurkenningum.Varla er unnt að hugsa sér betri gjöf stórfyrirtækis til lands og þjóðar á lýðveldisafmælinu en kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH sem tilkynnt var um í fyrradag. Upphæðirnar sem viðskiptin snúast um eru svimandi, jafnvel miðað við þær háu tölur sem við erum farin að venjast á því nýja ævintýraskeiði atvinnulífsins sem hér hefur staðið undanfarinn tæpan áratug. Enginn vafi er á því að heppnist þessi fjárfesting, eins og öll rök hníga að, er hún mikils háttar búhnykkur fyrir þjóðfélagið. Hún skapar Íslendingum atvinnu, ríkissjóði auknar tekjur, færir erlendan gjaldeyri inn í landið og stuðlar að efnahagslegri sveiflujöfnun gagnvart stóriðjuframkvæmdum í landinu. Ekki er síður mikilsvert hvernig hún mun auka þekkingu og reynslu íslenskra kaupsýslumanna, styrkja þá og búa undir enn frekari útrásir. En best er að hún er ekki einangraður atburður heldur þáttur í frjósamri ræktun sem borið hefur ríkulegan ávöxt á undanförnum árum.Einu sinni var talað um athafnaskáld. Þá var verið að vísa til framkvæmdamannanna sem ruddu nútímanum braut á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Leiðtogar KB banka, kaupsýslumennirnir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, eru meðal eftirtektarverðustu athafnaskálda nútímans. Þeir hafa ekki aðeins stuðlað að framsókn í nafni bankans sem slíks heldur lyft grettistaki í viðskiptalífinu með stuðningi við sprotafyrirtæki og útrásar. Þeir hafa að mörgu leyti sameinað í viðskiptum sínum bestu kosti hugvitsmanna og skapandi listamanna. Kannski ættum við allt eins að nefna þá kauplistamenn eða kaupvísindamenn. Það er heppin þjóð sem á slíka syni.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun