Nýtt stríð í undirbúningi? 23. júní 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun