Þung undiralda 14. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun