SH kaupir í Bretlandi 20. júlí 2004 00:01 Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira