SH kaupir í Bretlandi 20. júlí 2004 00:01 Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur keypt 80% í breska matvælafyrirtæki. Fyrirtækið, Seachill, selur mikið af kældum fiskafurðum til verslunarkeðjunnar Tesco í Bretlandi. Kaupverðið er 4,9 milljarðar króna. SH á fyrir matvælaverksmiðju í Redditch sem selur afurðir fyrst og fremst til Marks&Spencer´s verslunarkeðjunnar. Verð á bréfum í SH tóku kipp á markaðinum í gærmorgun og hækkuðu um meira en tíu prósent í byrjun dags. Seachill var stofnað árið 1997 og hefur vöxtur félagsins verið um tuttugu prósent á ári á síðustu árum. Í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að sala á kældum sjávarafurðum hafi vaxið mjög á síðustu árum og að markaðsrannsóknir bendi til þess vöxtur kælda markaðarins verði áfram mikill en minni vöxtur verði í sölu frystra sjávarafurða. Að sögn Gunnars Svavarssonar, forstjóra SH, eru kaupin liður í þeirri stefnu fyrirtækisins sem mörkuð var árið 1999 að auka áherslu á sölu kældra sjávarafurða. Hann segir að SH hafi þekkt vel til Seachill og forráðamanna félagsins þótt viðskipti þar í milli hafi ekki verið mikil. Hins vegar hafi Seachill átt töluverð viðskipti við ýmsa íslenska útflytjendur. Gunnar segir að stórmarkaðir á borð við Tesco líti mjög til þess við val á birgjum að samvinna framleiðenda og seljenda sé náið og að hægt sé að treysta á stöðugt framboð af góðu hráefni. "Menn þurfa að standa sig virkilega vel að passa að þessi keðja slitni ekki. Varan er pöntuð að morgni og þú verður að gjöra svo vel að afhenda hana eftir nokkra klukkutíma. Það þarf að vera nánast hundrað prósent, þannig gengur til dæmis ekki að láta veiðarnar ráða," segir Gunnar. Hann segir SH hafa áður fyrr haft það markmið að selja vörur fyrir íslenska framleiðendur en nú sé áherslan lögð á að veita viðskiptavinunum þjónustu. "Við erum ekki, eins og við vorum í gamla daga, sölusamtök að reyna að selja fyrir framleiðendur heldur erum við að tryggja framboð til okkar kúnna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira