Engar framfarir án öryggis 24. júlí 2004 00:01 Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira