Stjórnin þarf ný andlit 26. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðanakannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til forystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H. Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins. Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterkur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn. Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal. Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósennilegt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást, hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn. Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðanakannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til forystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H. Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins. Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterkur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn. Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal. Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósennilegt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást, hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn. Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun