Blóðbað í Baqouba 29. júlí 2004 00:01 Yfir fimmtíu manns fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggissveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásinni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nærliggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í ríkari mæli að írösku öryggissveitunum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræðislegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fundur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgðaþingi landsins. Hersveitir Bandaríkjamanna munu ásamt öryggissveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. "Það er mikilvægara að kringumstæðurnar séu þannig að útkoman verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma," sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Yfir fimmtíu manns fórust og fjörutíu slösuðust í sjálfsmorðsprengjuárás í borginni Baqouba í Írak í gærmorgun. Árásin átti sér stað fyrir utan lögreglustöð í miðbæ Baqouba, þar sem skráningar fara fram í hinar nýstofnuðu öryggissveitir Íraka. Þeir sem féllu í árásinni voru allir óbreyttir borgarar, að sögn talsmanns bandaríska hersins. Sprengingin var gífurlega öflug en árásarmaðurinn ók bifreið hlaðinni sprengiefni að lögreglustöðinni þar sem hún sprakk í loft upp. Nærliggjandi verslanir gereyðilögðust og bifreiðar á götunni tættust í sundur. Sundurtætt lík lágu um allt í blóðpollum á götunni innan um brak og glerbrot. Árásir andspyrnuafla í Írak hafa verið tíðar í Baqouba en árásin nú er sú mannskæðasta þar frá innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir fimmtán mánuðum. Undanfarnar vikur hafa árásirnar beinst í ríkari mæli að írösku öryggissveitunum og búast stjórnvöld í Írak við því að slíkum árásum fari fjölgandi. Öryggissveitirnar eru taldar mun auðveldari skotmörk en bandaríski heraflinn í landinu og liggja því vel við höggi. Þrátt fyrir ofbeldisölduna í landinu síðustu mánuði og vikur, þokast Írakar sífellt nær lýðræðislegum stjórnarháttum. Um næstu helgi verður haldinn fundur 1000 fulltrúa sem velja munu þingmenn til setu í bráðabirgðaþingi landsins. Hersveitir Bandaríkjamanna munu ásamt öryggissveitum Íraka standa vörð um fundinn en mjög er óttast um að andspyrnuöfl muni láta til skarar skríða. Sameinuðu þjóðirnar höfðu lagt til að fundinum yrði frestað þar til ástandið í landinu batnaði. "Það er mikilvægara að kringumstæðurnar séu þannig að útkoman verði góð heldur en að halda fundinn á réttum tíma," sagði Marie Okabe talskona Sameinuðu þjóðanna. Stjórnvöld í Írak hafa hins vegar verið ófáanleg til að fresta fundinum.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira