Óeðlileg hækkun bensíngjalda 30. júlí 2004 00:01 Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira