Umræðustjórnmál 30. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun