Fjölgun einkahlutafélaga 4. ágúst 2004 00:01 Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Einstaklingar stofna í auknum mæli einkahlutafélög um eigin rekstur til að lækka tekjuskattsgreiðslur sínar. Sveitarfélög landsins telja sig verða af miklum tekjum vegna þessa og vilja fá leiðréttingu frá ríkinu. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, var tekjumissir sveitarfélaganna talinn nema allt að milljarði króna árið 2002. "Síðan hefur einkahlutafélögum fjölgað enn frekar, þannig að ekki lækkar þessi tala," segir hann. Sambandið hefur af og til átt í viðræðum við félags- og fjármálaráðuneyti um þessi mál, en hingað til án niðurstöðu. "Ég á nú samt von á að innan tíðar komist meiri skriður á þessi mál. Okkur finnst eðlilegt þegar gerðar eru kerfisbreytingar á skattkerfinu sem leiða til tekjumissis sveitarfélaganna, að þeim sé þá bættur missirinn með einhverjum öðrum hætti." Með breytingum sem tóku gildi á lögum um tekju- og eignarskatt árið 2002, var fólki gert auðveldara að færa sig úr einkarekstri yfir í einkahlutafélagarekstur. Þannig sleppur fólk við að greiða tekjuskatt af launum sem fara umfram lágmarksframtal samkvæmt reglum fjármálaráðuneytisins. Umframgreiðslurnar bera þá einungis 10 prósenta fjármagnstekjuskatt. Sérfræðingum á borð við lögfræðinga eða lækna er að lágmarki gert að reikna sér mánaðarlaun upp á 430 þúsund krónur. Skemmtikraftar og fjölmiðlafólk má ekki reikna sér lægri laun en 345 þúsund og iðnaðarmenn og hásetar verða minnst að telja fram 230 þúsund krónur á mánuði. Í lögunum er þó tekið fram að skattstjóra sé heimilt "að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur fjármálaráðherra kveða á um." Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir mikið um að einstaklingar nýti sér einkahlutafélagaformið. "Ekki bara í skipum og bátum, heldur öllum atvinnurekstri. Flestir iðnaðarmenn virðast komnir í þetta form líka," segir hann. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir sömu þróun þar og í öðrum sveitarfélögum. "Það er alveg ljóst að sveitarfélög verða af allverulegum fjármunum vegna þessa," segir Gísli. "Ef ríkið vill viðhalda þessu kerfi er það sveitarfélögunum í sjálfu sér ekki á móti skapi. Hins vegar þarf ríkið þá að leggja sveitarfélögunum til því sem nemur tekjutapinu," segir hann. Skattlagningu frestað Sigurjón Högnason, forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra, telur að einhver aukning hafi orðið á skráningu einkahlutafélaga en segir ekki liggja fyrir upplýsingar um mögulegar ástæður þess að einstaklingar nýta sér það rekstrarform. Hann segir að breytingar sem gerðar voru á lögum um tekju- og eignarskatt og tóku gildi í ársbyrjun árið 2002 hafi að vissu leyti gert fólki auðveldara að færa einkarekstur sinn yfir í einkahlutafélag án þess að til skattlagningar kæmi við yfirfærsluna. "Skattlagningunni sé þá frestað þannig að hún komi til framkvæmdar þegar viðkomandi selur þá hlutina í hinu stofnaða félagi. En meginreglan er sú að þegar flutt er frá einni lögpersónu til annarrar, frá manni til félags í þessu tilviki, þá skattleggst það hjá manninum eins og sala þegar hann leggur eigur sínar fram og fær hlutafé í staðinn. Þetta ákvæði gengur hins vegar út á að fresta skattlagningunni þar til viðkomandi selur hlutinn eða leysir upp félagið," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira