Erlent

Al-Sadr heill á húfi

Leiðtogi uppreisnarmanna sjíta-múslima í Írak, Moqtada al-Sadr, er ekki særður eftir árásir Bandaríkjamanna á borgina Nafaj í gær eins og talsmenn hans héldu fram í morgun, segir innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks. Hann segir al-Sadr í viðræðum við stjórnvöld um að yfirgefa bænahús í miðborg Najaf þar sem uppreisnarmenn hafa hreiðrað um sig. Innanríkisráðherran segir að al-Sadr verði ekki handtekinn yfirgefi hann bænahúsið og bætir við að vopnahlé hafi verið komið á eftir átökin í gær. Bandaríkjaher beitti þyrlum og skriðdrekum í stórfelldri árás í Najaf í gær og var henni mótmælt í mörgum borgum Íraks. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×