Erlent

Loftárásir í kringum moskuna

Enn á ný geisuðu harðir bardagar í Najaf í Írak í nótt. Bandaríkjaher gerði ítrekaðar loftárásir á svæðið í kringum Imam Ali moskuna þar sem skæruliðar, hliðhollir Muqtada al-Sadr, halda til. Skriðdrekar eru sagðir í um átta hundruð metra fjarlægð frá moskunni og hafa fregnir borist af því að skotið hafi verið á moskuna. Fram til þessa hefur verið lögð áhersla á að valda ekki skemmdum á moskunni, af ótta við að það kynni að valda úlfúð meðal sjíta, en moskan er einhver sú helgasta í þeirra sið.  Á myndinni sjást sjítamúslimar biðja í Imam Ali moskunni á föstudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×