Erlent

Í hendur annarra mannræningja

Breski gíslinn Kenneth Bigley hefur nú verið færður í hald annars hóps í Írak samkvæmt því sem Paul Bigley, bróðir Kenneths, greindi fréttastofu Sky frá í morgun. Paul Bigley sagði vini í Kúveit hafa fært sér þessi tíðindi og að vonandi þýddi þetta að hægt yrði að greiða lausnargjald fyrir Kenneth Bigley. Bigley hefur verið í haldi mannræningja í Írak í átján daga en honum var rænt ásamt tveimur Bandaríkjamönnum sem voru síðan skornir á háls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×