Erlent

Á þriðja tug fórst í dag

Á þriðja tug fórst í sprengjuárásum í Bagdad í Írak í dag. Enginn virðist geta spornað við sífelldum árásum hryðjuverkamanna í landinu.  Árásirnar í dag fylgdu þekktum mynstrum hryðjuverkamanna. Í fyrri árásinni var bílsprengja sprengd í miðri mergðinni við eitt hliðið að græna svæðinu svokallaða þar sem bráðabirgðaríkisstjórn Íraks og hersetuliðið eru með aðalstöðvar sínar í Bagdad. Ekki færri en fimmtán fórust og áttatíu særðust. Klukkustund síðar sprakk sprengja á einni meginumferðaræð borgarinnar þegar bandarísk hervagnalest fór fram hjá. Þar fórust sex og vel á annan tug særðist. Talið er að pallbíll hlaðinn sprengiefni hafi brunað á bílalestina og skömmu síðar hófu leyniskyttur skothríð af húsþökum. Myndin er af mönnum sem særðust í sprengingunum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×