Óvíst hvort gereyðingavopn finnist 5. október 2004 00:01 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira