Erlent

Ekkert gsm-samband í Bagdad

Íraska farsímafyrirtækið Iraqna fór í verkfall í gær til að mótmæla mannránum hryðjuverkamanna. Sex starfsmönnum Iraqna var rænt í síðasta mánuði. Fjórum hefur verið sleppt en tveir egypskir verkfræðingar fyrirtækisins eru enn í haldi mannræningjanna. Forsvarsmenn símafyrirtækisins segja aðgerðir hryðjuverkamanna algjörlega óþolandi og til þess að mótmæla verknaðinum hefur fyrirtækið farið í verkfall. Það hefur þær afleiðingar að ekkert gsm-símasamband er nú í Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×