Sprengjum rigndi yfir Falluja 8. nóvember 2004 00:01 Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Bandarískir og íraskir hermenn réðust til atlögu gegn vígamönnum í Falluja í gær. Meira en fjögur þúsund hermenn brutu sér leið inn í útjaðar borgarinnar þar sem þeir náðu tveimur brúm og helsta sjúkrahúsi borgarinnar næsta auðveldlega á sitt vald áður en þeir lentu í hörðum bardögum við vígamenn. Síðar um daginn náðu bandarískar hersveitir lestarstöð borgarinnar á sitt vald. Stærstur hluti borgarbúa, allt að 80 til 90 prósent, er talinn hafa flúið borgina að undanförnu af ótta við bardagana. Bandaríkjamenn héldu uppi miklum loftárásum og stórskotaliðssveitir þeirra létu sprengjum rigna yfir Falluja eftir að Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, samþykkti árásina og setti útgöngubann í borginni. "Fólkið í Falluja hefur verið hneppt í gíslingu, líkt og fólkið í Samarra, og þið verðið að frelsa það," sagði Allawi þegar hann ávarpaði hermenn fyrir orrustuna um Falluja. "Ykkar starf er að handtaka morðingjana en ef þið verðið að drepa þá verður að hafa það." Starfsmaður sjúkrahúss sagði að í það minnsta tólf hefðu látist og tuttugu látist í loftárásunum. Iyad Allawi sagði á blaðamannafundi að 38 vígamenn hefðu fallið í bardögum nærri sjúkrahúsinu og brúnum sem íraskir og bandarískir hermenn náðu á sitt vald í gærmorgun. Þar hefðu einnig fjórir erlendir vígamenn verið handteknir. Um 20 þúsund bandarískum og íröskum hermönnum hefur verið safnað saman í nágrenni Falluja til að ganga á milli bols og höfuðs á vígamönnum. Bandaríkjaher áætlar að á milli tvö þúsund og 2.500 vígamenn séu í borginni og nágrenni hennar. Bandarískir hermenn bönnuðu öllum karlmönnum á aldrinum fimmtán til fimmtíu ára að fara inn í eða út úr Falluja og vöruðu við því að þeir sem væru á ferli ættu á hættu að verða skotnir. Konur og börn mega yfirgefa borgina en ekki snúa aftur fyrr en ró hefur verið komið á. Forsætisráðherra Íraks lokaði alþjóðaflugvellinum í Bagdad fyrir almennri umferð í tvo sólarhringa vegna aðgerða í Falluja og lokaði landamærunum að Jórdaníu og Sýrlandi fyrir öllum nema flutningabílum hlöðnum matvælum. Hann lýsti á sama tíma yfir útgöngubanni í Falluja og sagði að hver sá sem væri vopnaður yrði skotinn eða handtekinn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira