Erlent

Tugur fallinn í morgun

Skæruliðar vopnaðir sjálfvirkum rifflum og sprengjuvörpum börðust við bandarískar og írakskar hersveitir í hverfum súnní-múslima í Bagdad í morgun. Að minnsta kosti sjö skæruliðar féllu og þrír lögreglumenn. Svartur reykjarmökkur steig til himnins og skothvellir og sprengingar bergmáluðu um hverfin og yfir húsþökunum sveimaði bandarísk herþyrla. Skæruliðarnir komu akandi í nokkrum bílum og skutu á varðliða út um bílgluggana. Sjö óbreyttir borgarar urðu sárir í árásinni. Óeirðir í þessum borgarhluta hafa magnast síðan Bandaríkjaher réðst gegn skæruliðum í Fallujah á dögunum og árásin í morgun kemur í beinu framhaldi af aðgerð írakskra og bandarískra liðssveita í stórri mosku í Bagdad í gær, þar sem kom til átaka og fjórir Írakar féllu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×