Erlent

Aftökurnar halda áfram

Írakskir hryðjuverkamenn myrtu í dag enn tvo gísla sína og settu aftöku þeirra á Netið. Að þessu sinni voru fórnarlömbin tveir Kúrdar sem morðingjarnir segja að hafi tilheyrt lýðræðisflokki þjóðflokksins. Sá flokkur er annar af tveimur stjórnmálahreyfingum Kúrda sem á aðild að bráðabirgðastjórninni í Írak. Morðingjarnir kalla sig her Ansars al-Sunna. Á myndbandinu má sjá tvo menn með bundið fyrir augu og keflaðir. Þeir eru látnir leggjast á hnén og svo kemur að þeim grímuklæddur maður með skammbyssu og skýtur þá í hnakkann, hvorn af öðrum. Persónuskilríki mannanna voru sýnd í upptökunni. Því var haldið fram að þeir væru njósnarar sem hefðu fylgst með ferðum hinna hetjulegu og heilögu bardagamanna í borginni Mósúl. Her Ansar al-Sunna hefur tekið fjölmarga gísla í Írak undanfarna mánuði, og myrt þá alla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×