48 látnir og 10 særðir í Najaf

Að minnsta kosti 48 eru látnir og 90 særðir eftir sjálfsmorðsárás í hinni heilögu borg Najaf í Írak í dag. Árásarmaðurinn ók bíl upp að strætisvagnastöð, þar sem mikill mannfjöldi var samankominn, og sprengdi sig þar í loft upp. Þetta er mannskæðasta sjálfsmorðsárás í Írak síðan í júlí. Fyrr í dag létust tólf í samskonar árás í Karbala og 34 lágu sárir. Þrír starfsmenn kjörstjórnar fyrir kosningarnar í Írak í næsta mánuði voru jafnframt skotnir til bana í Bagdad í morgun.