Fjárfestar undirbúa kaup á Símanum 10. janúar 2005 00:01 "Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu. Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
"Ég get hvorki neitað því né játað á þessum tímapunkti," segir Torben Holm aðstoðarforstjóri danska símafyrirtækisins TDC um áhuga fyrirtækisins á að taka þátt í einkavæðingu Símans. Torben kom til landsins fyrir helgi og segir að erindið hafi verið að kynna sér sölu Símans. "Það liggur hins vegar ekkert fyrir um það hvort við munum hafa áhuga á að taka þátt í kaupum á fyrirtækinu." TDC, eða Tele Danmark eins og það hét áður, hafði áhuga á að kaupa Símann síðast þegar ríkið reyndi að selja fyrirtækið. Þá voru þeir í samstarfi við Opin Kerfi sem þá lutu stjórn Frosta Bergssonar. Torben Holm segist ekki hafa átt fund með Frosta sem staddur er erlendis. "Við þekktum vel til Símans fyrir þremur árum, en sú þekking gildir ekki nú." Torben vill ekki tjá sig frekar um hverja hann hitti hér á landi. Innlendir og erlendir fjárfestar hafa sýnt áhuga á kaupum á Símanum. Stefán Jón Friðriksson starfsmaður einkavæðingarnefndar staðfestir að fjárfestar hafi sýnt áhuga, en ekki hafi verið haldnir neinir formlegir fundir. TDC styrkir hópinn Ýmsir innlendir fjárfestar hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur að kjölfestuhlut í Símanum. Meðal þeirra eru Meiður sem er fjárfestingarfélag bræðranna í Bakkavör, Straumur og Burðarás. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til umræðu myndun hóps þar sem Meiður færi með forystu í. Auk þeirra er rætt um að VÍS og Straumur komi að hópnum. Meiður og VÍS eru meðal stærstu eigenda KB banka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Torben Holm hafa átt fund með KB banka í ferð sinni og talið er hugsanlegt að TDC skoði aðkomu að þessum hópi. Komi Danirnir að hópnum styrkir það hann í baráttu um kaupin. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, situr í stjórn Bakkavarar og meðal nánustu samstarfsmanna hans er Orri Hauksson sem er fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og situr í stjórn Straums. Talið er að forysta Sjálfstæðisflokksins geti samþykkt Meið með fulltingi Brynjólfs og Orra og að ef VÍS komi að málinu sé velvilji Framsóknarmanna tryggður. Ef við bætist erlent fyrirtæki eins og TDC sem greiði fyrir sinn hlut í erlendri mynt er talið að erfitt verði fyrir aðra hópa að keppa um hylli seljendanna. Ekkert formlegt liggur fyrir um samstarf aðila við kaup á Símanum.Fulltrúar þeirra sem áhuga eru taldir hafa á þeim hlut sem ríkið hyggst selja tala varlega. Bent er á að ekki liggi enn fyrir hvernig Síminn verði seldur og með hvaða kvöðum. Verðið er einnig lokuð bók og menn eru ekki tilbúnir að leggja mikla vinnu í undirbúning kaupa meðan verð og kvaðir liggja ekki fyrir. Verðhugmyndir sem heyrast nefndar eru allt frá 50 milljörðum upp í 75 milljarða fyrir fyrirtækið. Morgan Stanley er ráðgjafi einkavæðingarnefndar við kaupin og mun ljúka fyrsta hluta sinnar vinnu í lok febrúar. Í framhaldinu verða leikreglur kynntar og salan auglýst. Búist er við að eiginlegt söluferli Símans hefjist með vorinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira