Réttað yfir breskum pynturum 19. janúar 2005 00:01 Fyrsta dómsmálið yfir breskum hermönnum sem sakaðir eru um að hafa pyntað írakska fanga stendur nú yfir í Bretlandi. Einn hermannanna hefur játað að hafa gengið í skrokk á einum fanga en neitar öðrum sökum. Alls eru þrír breskir hermenn fyrir rétti vegna málsins en þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa ítrekað sparkað í íraKska borgara sem þeir höfðu í haldi, skipað þeim að afklæðast og að hafa niðurlægt þá á allan mögulegan hátt. Á ljósmyndum sem teknar voru í búðum nálægt borginni Basra árið 2003 kemur greinilega fram að meðferðin sem Írakarnir máttu þola var með öllu óeðlileg. Til dæmis er ljósmynd af tveimur Írökum sem eru naktir og hefur verið skipað að líkja eftir samförum. Írakarnir sem þarna voru í haldi, og hermennirnir eru sakaðir um að hafa niðurlægt og pyntað, voru menn sem höfðu verið handteknir fyrir að hafa stolið mjólkurdufti og mat. Aðeins einn hermannanna hefur játað hluta sakargiftanna, þ.e. að hafa í einu tilviki barið einn fanga, en þeir neita öllum öðrum ásökunum um pyntingar. Ekki er ljóst hvaða refsing bíður mannanna verði þeir fundnir sekir. Yfirmenn breska hersins segjast ekki geta tjáð sig um athæfið á þessu stigi málsins en segjast fordæma allar pyntingar. Bresk yfirvöld óttast að þetta mál verði til þess að vekja reiði uppreisnarhópa í Írak sem muni þá beina árásum sínum sérstaklega að breskum hersveitum í landinu. Ekkert lát er á árásunum í Írak. Að minnsta kosti tuttugu og sex liggja í valnum eftir fimm árásir í morgun sem gerðar voru á víð og dreif um Bagdad: fyrir framan ástralska sendiráðið, fyrir utan banka, lögreglustöð, sjúkrahús og flugvöllinn. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Fyrsta dómsmálið yfir breskum hermönnum sem sakaðir eru um að hafa pyntað írakska fanga stendur nú yfir í Bretlandi. Einn hermannanna hefur játað að hafa gengið í skrokk á einum fanga en neitar öðrum sökum. Alls eru þrír breskir hermenn fyrir rétti vegna málsins en þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa ítrekað sparkað í íraKska borgara sem þeir höfðu í haldi, skipað þeim að afklæðast og að hafa niðurlægt þá á allan mögulegan hátt. Á ljósmyndum sem teknar voru í búðum nálægt borginni Basra árið 2003 kemur greinilega fram að meðferðin sem Írakarnir máttu þola var með öllu óeðlileg. Til dæmis er ljósmynd af tveimur Írökum sem eru naktir og hefur verið skipað að líkja eftir samförum. Írakarnir sem þarna voru í haldi, og hermennirnir eru sakaðir um að hafa niðurlægt og pyntað, voru menn sem höfðu verið handteknir fyrir að hafa stolið mjólkurdufti og mat. Aðeins einn hermannanna hefur játað hluta sakargiftanna, þ.e. að hafa í einu tilviki barið einn fanga, en þeir neita öllum öðrum ásökunum um pyntingar. Ekki er ljóst hvaða refsing bíður mannanna verði þeir fundnir sekir. Yfirmenn breska hersins segjast ekki geta tjáð sig um athæfið á þessu stigi málsins en segjast fordæma allar pyntingar. Bresk yfirvöld óttast að þetta mál verði til þess að vekja reiði uppreisnarhópa í Írak sem muni þá beina árásum sínum sérstaklega að breskum hersveitum í landinu. Ekkert lát er á árásunum í Írak. Að minnsta kosti tuttugu og sex liggja í valnum eftir fimm árásir í morgun sem gerðar voru á víð og dreif um Bagdad: fyrir framan ástralska sendiráðið, fyrir utan banka, lögreglustöð, sjúkrahús og flugvöllinn.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Kennaraverkföll skella á Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Innlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira