Þiggja eftirlaun í fullu starfi 19. janúar 2005 00:01 Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira